Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 84

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 84
 kveðið að kröfugerð vegna bóta fyrir tímabundið atvinnutjón í til­ viki kynferðisbrota5 virðist verknaðarlýsing brotanna í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, merking hugtaksins líkamstjón í skaða­ bótalögum nr. 50/1993 sem og fyrirliggjandi dómar bera með sér að þolandi slíks brots kunni eftir atvikum að eiga rétt á bótum sam­ kvæmt 2. gr. Í því sambandi athugast í fyrsta lagi að beiting ofbeldis er í sum­ um tilvikum þáttur í verknaðarlýsingu kynferðisbrota. Þannig legg­ ur 1. mgr. 194. gr. hegningarlaga refsingu við því að hafa kynferðis­ mök við mann „með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars kon­ ar ólögmætri nauðung“ og ljóst virðist að þolandi slíks brots gæti stundum talist óvinnufær í skilningi 2. gr. vegna ofbeldis sem hann hefur sætt.6 Til hliðsjónar í þeim efnum má benda á dómafram­ kvæmd á sviði líkamsárása. Þrátt fyrir að staðan þar sé oft hin sama og að framan er lýst, þ.e. að einungis sé krafist miskabóta sam­ kvæmt 26. gr. skaðabótalaga, má finna allmörg dæmi um að bætur fyrir tímabundið atvinnutjón hafi verið dæmdar. Af þeirri dóma­ framkvæmd er jafnframt ljóst að þrátt fyrir að tímabil tímabund­ innar óvinnufærni sé almennt meðal þess sem metið er, þegar mat samkvæmt I. kafla skaðabótalaga fer fram, er unnt að fá dæmdar bætur samkvæmt 2. gr. án þess að slík matsgerð liggi fyrir. Þannig geta skýr læknisvottorð um óvinnufærni eða jafnvel yfirlýsing vinnuveitanda nægt til sönnunar á tímabili tímabundins atvinnu­ tjóns, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 15. desember 2011 í máli nr. 291/2011, dóm Hæstaréttar frá 25. nóvember 2010 í máli nr. 286/2010 og dóm Hæstaréttar frá 15. nóvember 2007 í máli nr. 121/2007. Fyrir tjónþola sem hyggst sanna tímabundna óvinnufærni sína er hins vegar vitan­ lega tryggast að styðjast við matsgerð um tímabil óvinnufærninnar. Rétt er jafnframt að taka fram að bætur vegna umrædds tímabils eru háðar því að tjónþoli hafi ekki notið forfallalauna, enda sæta bæturnar frádrætti sem nemur þeim forfallalaunum sem hann fékk greidd eða átti rétt á að fá greidd.7 Í öðru lagi skal bent á að 2. gr. tekur einnig til þess þegar brota­ þoli er óvinnufær vegna andlegra afleiðinga hins bótaskylda atburð­ ar, til dæmis vegna áfallastreituröskunar, þunglyndis eða kvíða. 5 Þegar litið er til dómaframkvæmdar Hæstaréttar á sviði kynferðisbrota á árunum 2007 til 2011 verður til að mynda ekki séð að í nokkru málanna hafi slík krafa verið sett fram. 6 Sem dæmi um dóma um brot gegn 194. gr. þar sem líkamlegir áverkar hafa legið fyrir má benda á dóm Hæstaréttar frá 20. október 2011 í máli nr. 256/2011, dóm Hæstaréttar frá 9. des­ ember 2010 í máli nr. 555/2010, dóm Hæstaréttar frá 4. nóvember 2010 í máli nr. 323/2010, dóm Hæstaréttar frá 17. desember 2009 í máli nr. 619/2009, dóm Hæstaréttar frá 8. október 2009 í máli nr. 129/2009 og dóm Hæstaréttar frá 29. maí 2008 í máli nr. 185/2008, en í dómunum tveimur frá 2009 var um mikla áverka að ræða (í síðarnefnda dómnum frá 2009 var einnig sakfellt fyrir líkamsárás). 7 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 624­625.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.