Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 87

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 87
 kröfum um þjáningabætur var hafnað á grundvelli þess að þær væru ekki nægilega rökstuddar.15 2.4 Bætur fyrir varanlegan miska Í 4. gr. skaðabótalaga er mælt fyrir um bætur fyrir varanlegan miska, þ.e. varanlegt ófjárhagslegt tjón. Ákvæðið felur í sér að miski tjón­ þola skal metinn til stiga og hvert stig gefur síðan nánar tiltekna fjárhæð, sem fer lækkandi eftir aldri.16 Um matið á miskastigunum segir nánar tiltekið í 1. mgr. 4. gr. að líta skuli til þess „hvers eðlis og hversu miklar afleiðingar tjóns eru frá læknisfræðilegu sjónarmiði, svo og til erfiðleika sem það veldur í lífi tjónþola“. Í þessu felst að matið greinist í tvennt, annars vegar í almennan hluta og hins vegar í sérstakan hluta, en til síðarnefnda hlutans kemur í reynd mjög sjaldan. Almenni hluti matsins er læknisfræðilegur og felur í sér að tjónþolar með sömu meiðsl sæta samskonar mati óháð öðrum þátt­ um eins og aldri þeirra og starfi. Af því leiðir að unnt er að gefa út töflu þar sem tilgreind eru tiltekin líkamsspjöll og til hvaða miska­ stigs þau skulu leiða.17 Til samræmis við 3. mgr. 10. gr. skaðabóta­ laga hefur örorkunefnd gefið út slíkar töflur, sbr. gildandi miska­ töflu frá árinu 2006.18 Þótt sönnunarmat dómara sé vissulega frjálst leiðir af eðli framangreinds mats og dómaframkvæmd að tjónþoli getur ekki leitað til dómstóla og ætlast til þess að þeir dragi ályktun um tiltek­ ið miskastig út frá fyrirliggjandi gögnum heldur þarf áður að liggja fyrir matsgerð. Dómstólar þurfa að vísu oft að meta hvort matsgerð teljist fullnægjandi sönnun fyrir varanlegum miska, eða hvaða matsgerð skuli miða við þegar fleiri en ein liggur fyrir, en þeir fram­ kvæma ekki sjálfstætt mat á miskastigum ef engin matsgerð liggur fyrir. Um þetta vísast til þess sem áður var rakið um Hrd. 2000, bls. 1103 (mál nr. 443/1999), auk þess sem bent skal á dóm Hæstaréttar frá 28. maí 2009 í máli nr. 58/2009, þar sem Hæstiréttur hafnaði tilvísun tjónþola til 4. gr. með svofelldum orðum: 15 Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“. Í ritinu Rannsóknir í félagsvís­ indum VII. Lagadeild. Reykjavík 2006, bls. 13. Af sviði líkamsárása má einnig benda á dóm Hæstaréttar frá 22. mars 2007 í máli nr. 585/2006, þar sem Hæstiréttur tók fram: „Krafa [brota­ þola] um þjáningabætur er vanreifuð þar sem læknisfræðileg gögn vantar og verður henni því vísað frá héraðsdómi.“ 16 Í tilviki tjónþola sem eru 49 ára og yngri á tjónsdegi nemur fjárhæðin fyrir hvert stig 40.000 kr. á verðlagi í júlí 1993, sem gerir 92.555 kr. í janúar 2012, eftir að uppfærsla sam­ kvæmt 15. gr. laganna hefur farið fram. 17 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 655­659. 18 Miskatöfluna má nálgast á vefsíðu innanríkisráðuneytisins, http://www.innanrikisrad­ uneyti.is/ media/Utgafa/Ororkunefnd.pdf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.