Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 88

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 88
 Engin gögn hafa verið lögð fram sem sýna fram á varanlegan miska sam­ kvæmt 4. gr. Afar sjaldgæft virðist að krafist sé bóta vegna varanlegs miska í tilviki kynferðisbrota.19 Verður þó ekki annað séð af fyrirliggjandi dómaframkvæmd, nánar tiltekið af lýsingum dómanna á eðli og afleiðingum viðkomandi brota, að slíkt kunni oft að vera mögulegt. Í fyrsta lagi er ljóst að í sumum tilvikum liggja fyrir varanlegir lík­ amlegir áverkar, sem getið er í miskatöflum örorkunefndar.20 Í því sambandi skal til hliðsjónar bent á dómaframkvæmd á sviði líkams­ árása, en finna má dæmi um að mat hafi verið framkvæmt á afleið­ ingum slíkra árása og bætur fyrir varanlegan miska dæmdar á þeim grundvelli, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 10. desember 2009 í máli nr. 292/2009, þar sem um sakamál var að ræða, og Hrd. 2005, bls. 1507 (mál nr. 453/2004), þar sem um einkamál var að ræða.21 Í öðru lagi skal áréttað að rétt eins og önnur ákvæði skaðabótalaga um líkams­ tjón bindur 4. gr bætur ekki við líkamlega áverka, heldur tekur hún jafnframt til andlegs tjóns, sbr. það sem áður var rakið um hugtakið líkamstjón. Að því er varðar 4. gr. sérstaklega má einnig benda á að miski hefur almennt verið talinn felast í skerðingu hugrænna gæða,22 og í lögskýringargögnum með 4. gr. er vísað til þess að slík ákvæði 19 Þegar litið er til dómaframkvæmdar Hæstaréttar á sviði kynferðisbrota á árunum 2007 til 2011 verður ekki annað séð en að síðastnefndur dómur Hæstaréttar frá 28. maí 2009 í máli nr. 58/2009 og dómur Hæstaréttar frá 1. febrúar 2007 í máli nr. 243/2006 séu einu dæmin um að bótakröfur hafi verið byggðar á 4. gr., og í báðum tilvikum var í reynd aðeins um almenna lagatilvísun að ræða og engar matsgerðir lágu fyrir (í síðarnefnda málinu var ekki einu sinni vikið að 4. gr. í dóminum). 20 Hér má minna á nauðgunardómana sem nefndir voru í kafla 2.2 um að líkamlegir áverkar hafi legið fyrir. 21 Einnig má benda á dóm Hæstaréttar frá 18. janúar 2007 í máli nr. 474/2005, þar sem skaða­ bætur voru dæmdar í einkamáli, á grundvelli fyrirliggjandi og óumdeildrar matsgerðar, vegna líkamsárásar sem áður hafði verið sakfellt fyrir. Þá má benda á dóm Hæstaréttar frá 17. september 2009 í máli nr. 18/2009 og dóm Hæstaréttar frá 20. maí 2009 í máli nr. 439/2008. Í fyrr­ nefnda dómnum voru skaðabætur dæmdar vegna tjónsatburðar, sem tjónþoli hafði kært til lögreglu, en lögreglan fellt málið niður. Í málinu lá fyrir mat á afleiðingum slyssins sam­ kvæmt I. kafla skaðabótalaga. Í síðarnefnda dómnum voru jafnframt dæmdar skaðabætur, til samræmis við niðurstöðu yfirmatsgerðar, vegna tjónsatburðar sem tjónþoli taldi sig hafa kært, án þess að sú virðist hafa verið raunin. Þá skal bent á héraðsdóminn í Hrd. 2000, bls. 265 (mál nr. 317/1999), en þar voru skaðabætur dæmdar í einkamáli í kjölfar sakfelling­ ar í opinberu máli (dómnum var ekki áfrýjað að því leyti). Að endingu skal bent á að í dómi Hæstaréttar frá 4. nóvember 2010 í máli nr. 665/2009, sem var sakamál, hafði matsgerðar verið aflað. Því var hins vegar hafnað að leggja hana til grundvallar en um það sagði í dómi hér­ aðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til forsendna að því er varðaði bætur: „Kröfuliðir [vegna varanlegs miska og þjáningabóta] eru byggðir á mati sem brotaþoli afl­ aði einhliða og án þess að ákærði ætti þess nokkurn kost að koma að sjónarmiðum sínum. Gegn mótmælum hans er ekki hægt að taka þá til greina og er þeim vísað frá dómi.“ 22 Ólafur Jóhannesson: „Fjártjón og miski“. Úlfljótur 1947, bls. 11.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.