Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 94

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 94
 að, það sem áður var rakið í kafla 2.4, að mjög algengt er í kynferð­ isbrotamálum að fyrir liggi vottorð eða greinargerð sálfræðinga eða lækna um andlegar afleiðingar brots. Stundum virðast slík gögn það afgerandi að þau kunni að geta orðið grundvöllur að kröfu um bætur fyrir varanlega örorku,40 en samkvæmt framansögðu er al­ mennt látið nægja að nota þau til stuðnings kröfu samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga. Að endingu skal minnt á að í dómi Hæstaréttar frá 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009 vísaði Hæstiréttur sérstaklega til þess að brotaþola kunni að vera kleift að krefjast bóta fyrir varanlega örorku vegna kynferðisbrots, sbr. það sem áður var rakið um tilvísun dómstólsins til þess að óvíst væri „hvort A kunni að auki að eiga kröfu til bóta fyrir varanlegan miska eða varanlega örorku“. 2.6 Bætur fyrir sjúkrakostnað og annað fjártjón Líkt og nefnt var í kafla 2.1 inniheldur 1. mgr. 1. gr. skaðabótalaga tvo bótaliði til viðbótar, annars vegar bætur fyrir sjúkrakostnað og hins vegar bætur fyrir annað fjártjón. Með sjúkrakostnaði er m.a. átt við útgjöld vegna eðlilegra og nauðsynlegra ráðstafana við lækningu tjónþola. Þar kemur einkum til kostnaður við læknishjálp, dvöl á sjúkrahúsi, endurhæfingu og sjúkraflutning.41 Kostnaður í þá veru kann hæglega að leiða af bóta­ skyldu kynferðisbroti, til dæmis kostnaður við læknisþjónustu og sálfræðimeðferð, sem brotaþoli á þá rétt á að fá bættan. Engu að síður virðist tiltölulega sjaldgæft að greiðslu sjúkrakostnaðar sé krafist í kynferðisbrotamálum, ólíkt því sem á við um líkamsárás­ armál. Hér má þó t.d. benda á dóm Hæstaréttar frá 28. maí 2009 í máli nr. 67/2009, þar sem slíkur kostnaður var dæmdur að fjárhæð 7.618 kr., og dóm Hæstaréttar frá 8. maí 2008 í máli nr. 446/2007, þar sem sjúkrakostnaður var dæmdur að fjárhæð 33.207 kr. (vegna lækn­ isheimsókna, ferða­ og lyfjakostnaðar). Um sönnun sjúkrakostnaðar 40 Hér má t.d. benda á dóm Hæstaréttar frá 19. febrúar 2009 í máli nr. 569/2008, en þar sagði (í úrlausn héraðsdóms um miskabótakröfu, sem Hæstiréttur staðfesti með vísan til for­ sendna): „Í málinu liggur fyrir greinargerð sálfræðings um að A uppfylli greiningarskil­ merki þunglyndis og áfallastreitu. Þá sé hún kvíðin, sjálfsmat hennar sé lágt og hún ein­ angri sig og eigi erfitt með að vera innan um fólk. Einnig hefur komið fram að hún treysti sér ekki til að sækja vinnu eða stunda nám. Er það mat sálfræðingsins að afleiðingar mis­ notkunar af hendi ákærða séu alvarlegar og hún muni glíma við þær um langt skeið“. Hér verður að sjálfsögðu ekkert fullyrt um það hvort skilyrði bóta fyrir varanlega örorku hafi verið fyrir hendi í viðkomandi máli, enda skortir til þess forsendur, heldur er málið ein­ ungis nefnt sem eitt dæmi um að fyrirliggjandi sérfræðileg gögn gefi vísbendingu um að varanleg örorka kunni að vera fyrir hendi. 41 Alþt. 1992­1993, A­deild, bls. 3640.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.