Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 97

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 97
 rökstudd og ítarleg og hafa stefndu ekki leitast við að fá henni hnekkt með yfirmati. Þá verður ekki talið að þeir annmarkar séu á henni að hún verði ekki lögð fram til grundvallar við úrlausn málsins. Auk möguleikans á einkamáli verður að telja að yfirleitt sé fært að setja fram kröfur í framangreinda veru fyrir bótanefndinni sam­ kvæmt lögum nr. 69/1995, sem nánar verður vikið að í kafla 2.8. Í því sambandi athugast að þrátt fyrir að 1. mgr. 11. gr. laga nr. 69/1995 mæli fyrir um að þegar bótakröfu hafi verið ráðið til lykta með dómi, skuli greiðslan almennt nema þeirri fjárhæð sem ákveðin var í dóminum, kemur fram í 2. mgr. 11. gr. að bótanefndinni sé heimilt í sérstökum tilvikum að víkja frá þessu, „t.d. ef telja má með réttu að tjón tjónþola hafi ekki að fullu verið ljóst við meðferð málsins fyrir dómi“. Telja verður að krafa um bætur fyrir varanlegar afleiðingar kynferðisbrots, sem ekki lágu ljósar fyrir við meðferð sakamálsins, þar sem enn var ekki fært að staðreyna þær með matsgerð, eigi skýrlega undir heimildina í 2. mgr. 11. gr. og að í ljósi markmiðs lag­ anna48 sé eðlilegt að henni sé beitt í slíkum tilvikum. Virðist enda að finna dæmi um að slíkt hafi verið gert.49 Rétt er að árétta að þrátt fyrir framangreindan kost á síðari kröfugerð er vitanlega heppilegast að setja fram hina endanlegu kröfu í sakamálinu, ef það er á annað borð hægt,50 en um kröfuna gilda almennar reglur um tómlæti og fyrningu, auk þess sem drátt­ ur á að afla matsgerðar kann að hafa þýðingu við mat á því hvort áðurnefndri heimild í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 69/1995 skuli beitt.51 Þá skal bent á að samkvæmt 2. mgr. 6. gr. sömu laga skal umsókn hafa borist bótanefnd innan tveggja ára frá því að brot var framið. Í 3. mgr. 6. gr. er að vísu veitt heimild til að víkja frá þessu, þegar veiga­ mikil rök mæla með því, en ljóst er að tjónþoli verður almennt að 48 Markmið þeirra var „að styrkja stöðu brotaþola með þeim hætti að ríkissjóður greiði bætur fyrir líkamstjón og miska vegna tjóns sem leiðir af broti á almennum hegningarlög­ um“. Alþt. 1994­1995, A­deild, bls. 3320. 49 Sbr. t.d. Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 14, þar sem dæmi í þessa veru er sem fyrr segir nefnt. 50 Slíkt kann oft að vera fært, enda má finna dæmi um að matsgerðir hafi legið til grund­ vallar skaðabótakröfum í sakamálum, sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 10. desember 2009 í máli nr. 292/2009, þar sem bætur fyrir varanlegan miska voru dæmdar vegna líkamsárásar, á grundvelli fyrirliggjandi matsgerðar. 51 Í þessu sambandi skal jafnframt bent á að verði áðurnefnt frumvarp innanríkisráðherra að lögum hefur það þýðingu um möguleika tjónþola til að fá aðstoð við innheimtu kröfu sinnar hvort krafan hefur verið dæmd eða ekki. Í frumvarpinu er nánar tiltekið lagt til að við 19. gr laganna bætist heimild bótanefndar til að fela innheimtuaðila að innast inn­ heimtu fyrir hönd tjónþola vegna þess sem fellur utan greiðslu ríkissjóðs. Bótanefndin get­ ur þannig fært tjónþolum aðstoð við að innheimta þær bætur sem eru umfram hámarks­ fjárhæðirnar sem nefndar verða í kafla 2.8. Heimildin er hins vegar bundin við það að bæturnar séu ákvarðaðar á grundvelli 1. mgr. 11. gr., þ.e. með dómi. Sbr. Alþt. 2011­2012, A­deild, þskj. 1116 – 686. mál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.