Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 100

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 100
 3. MISKABÆTUR SAMKVÆMT 26. GR. SKAÐABÓTALAGA Líkt og að framan er rakið er sjaldgæft að bóta sé krafist samkvæmt I. kafla skaðabótalaga vegna kynferðisbrota. Þær bætur sem dæmd­ ar eru vegna slíkra brota byggjast því í nánast öllum tilvikum á 26. gr. skaðabótalaga. Þá eru þær nánast í öllum tilvikum ákvarðaðar samfara sakfellingu í sakamáli, þ.e. á grundvelli bótakröfu sem brota­ þoli leggur fram í refsimáli en ekki í einkamáli sem hann höfðar til heimtu bóta.59 Í 26. gr. segir: Heimilt er að láta þann sem: a. af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni eða b. ábyrgð ber á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða per­ sónu annars manns greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Þeim sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur dauða annars manns má gera að greiða maka, börnum eða foreldrum miskabætur. Greinin felur samkvæmt þessu í sér ýmsa þætti og fleiri en eina miskabótaheimild. Dómar eru hins vegar gjarnan ekki nákvæmir í tilvísunum til einstakra þátta ákvæðisins þegar miskabætur eru dæmdar vegna kynferðisbrota. Þannig virðist algengast að slíkar bætur séu dæmdar á grundvelli einfaldrar tilvísunar til 26. gr., þ.e. án þess að vísað sé sérstaklega til einstaks ákvæðis þar.60 Raunar má finna dæmi um að miskabætur séu dæmdar án þess að nokkuð sé minnst á 26. gr. eða skaðabótalögin yfirleitt.61 Að því marki sem dómstólar vísa til einstakra undirþátta 26. gr. í kynferðisbrotamálum er algengast að vísað sé til b­liðar 1. mgr., þ.e. til ákvæðisins um ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði æru eða 59 Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 17. 60 Sjá m.a. sem nýleg dæmi dóm Hæstaréttar frá 27. október 2011 í máli nr. 255/2011, dóm Hæstaréttar frá 20. október 2011 í máli nr. 256/2011, dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2011 í máli nr. 602/2010, dóm Hæstaréttar frá 12. maí 2011 í máli nr. 543/2010, dóm Hæstaréttar frá 3. febrúar 2011 í máli nr. 385/2010, dóm Hæstaréttar frá 9. desember 2010 í máli nr. 555/2010, dóm Hæsta­ réttar frá 4. nóvember 2010 í máli nr. 323/2010, dóm Hæstaréttar frá 28. október 2010 í máli nr. 204/2010, dóm Hæstaréttar frá 23. september 2010 í máli nr. 196/2010, dóm Hæstaréttar frá 12. maí 2010 í máli nr. 502/2009, dóm Hæstaréttar frá 6. maí 2010 í máli nr. 25/2010, dóm Hæstaréttar frá 21. apríl 2010 í máli nr. 660/2009, dóm Hæstaréttar frá 17. desember 2009 í máli nr. 619/2009, dóm Hæstaréttar frá 17. desember 2009 í máli nr. 54/2009, dóm Hæstaréttar frá 3. desember 2009 í máli nr. 12/2009, dóm Hæstaréttar frá 3. desember 2009 í máli nr. 312/2009, dóm Hæstaréttar frá 26. nóvember 2009 í máli nr. 358/2009, dóm Hæstaréttar frá 8. október 2009 í máli nr. 129/2009, dóm Hæstaréttar frá 1. október 2009 í máli nr. 141/2009 og dóm Hæstaréttar frá 30. apríl 2009 í máli nr. 389/2008. 61 Sjá m.a. sem nýleg dæmi dóm Hæstaréttar frá 4. mars 2010 í máli nr. 672/2009, dóm Hæsta­ réttar frá 22. október 2009 í máli nr. 259/2009 og dóm Hæstaréttar frá 5. febrúar 2009 í máli nr. 258/2008.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.