Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 101

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Page 101
 persónu annars manns.62 Það er sá þáttur 26. gr. sem elstur er að stofni til, en við setningu skaðabótalaga nr. 50/1993 einskorðaðist 26. gr. við slíkt ákvæði, sem leysti af hólmi eldra ákvæði í 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þótt örðugt sé að afmarka hug­ takið ólögmæt meingerð með almennum hætti virðist það fela í sér að um saknæma hegðun sé að ræða, sem bitni á frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, og að hegðunin þurfi að fela í sér ásetning eða verulegt gáleysi.63 Ljóst er að brot gegn ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga fela almennt í sér slíka meingerð og sak­ felling fyrir brot gegn þeim leiðir þannig yfirleitt til þess að skilyrði b­liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga teljast uppfyllt.64 Um leið teljast skilyrði a­liðar 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga almennt uppfyllt, ef lík­ amstjón hefur leitt af, en þar segir að heimilt sé að láta þann sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur líkamstjóni greiða miskabæt­ ur til þess sem misgert var við. Þannig má finna dæmi um að miska­ bætur vegna kynferðisbrota hafi verið dæmdar með vísan til bæði a­ og b­liðar 1. mgr., sbr. Hrd. 2002, bls. 3009 (mál nr. 196/2002). Í ljósi framangreinds má spyrja hvort það hafi sérstaka þýðingu fyrir brotaþola að byggja bæði á a­ og b­lið 1. mgr. Urðu bæturnar í síðastgreinda málinu til að mynda hærri þar sem byggt var á báð­ um ákvæðunum?65 Höfundur telur að þannig verði að skilja dóm­ inn, enda er ljóst að Hæstiréttur fjallar sérstaklega um hvorn liðinn fyrir sig, gerir hinn brotlega berum orðum bótaábyrgan samkvæmt báðum liðum og ætla verður af dómnum að það hafi áhrif á bóta­ fjárhæðina, en krafa brotaþola samkvæmt 26. gr. var tekin til greina að fullu. Á hitt ber að líta að málsatvik í framangreindum dómi voru 62 Sjá m.a. sem nýleg dæmi dóm Hæstaréttar frá 21. desember 2010 í máli nr. 573/2010, dóm Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 30/2010, dóm Hæstaréttar frá 27. maí 2010 í máli nr. 42/2010, dóm Hæstaréttar frá 20. maí 2010 í máli nr. 620/2009, dóm Hæstaréttar frá 26. nóvember 2009 í máli nr. 358/2009, dóm Hæstaréttar frá 19. febrúar 2009 í máli nr. 569/2008, dóm Hæsta­ réttar frá 11. desember 2008 í máli nr. 229/2008 og dóm Hæstaréttar frá 30. október 2008 í máli nr. 227/2008. Eins er stundum vísað sérstaklega til þess að fyrir liggi meingerð, þótt b­liður 1. mgr. sé ekki nefndur, sjá m.a. dóm Hæstaréttar frá 19. janúar 2012 í máli nr. 562/2011 og dóm Hæstaréttar frá 4. júní 2009 í máli nr. 694/2008. 63 Sjá nánari umfjöllun um hugtakið í Eiríkur Jónsson: „Miskabætur vegna ólögmætrar meingerðar gegn æru samkvæmt b­lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga“. Úlfljótur 2007, bls. 30­31. 64 Rétt er að taka fram að þótt bótaskylda samkvæmt 26. gr. sé oft bein afleiðing af tilvist refsiverðs kynferðisbrots, þá kann að vera mögulegt að fá bætur vegna brots sem ekki hefur gengið refsidómur um, sbr. Hrd. 2006, bls. 3465 (mál nr. 49/2005), þar sem talið var nægilega sannað að þrír karlmenn hefðu, með því að hafa haft samfarir við kvenmann gegn vilja hennar, brotið gegn frelsi og persónu hennar á þann hátt að það varðaði þá bótaábyrgð samkvæmt b­lið 1. mgr. 26. gr. skaðabótalaga. Eins kann að vera fært að leita til bótanefndar samkvæmt lögum nr. 69/1995 jafnvel þótt refsidómur hafi ekki gengið. 65 Í Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 19­20 og 57, er komið inn á þetta álitamál, án þess þó að því sé svarað beint.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.