Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 108

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 108
0 ar miskastig hans samkvæmt ákvæðinu. Ber dómur Hæstaréttar frá 28. maí 2009 í máli nr. 58/2009, sem nefndur var í kafla 2.4, þetta raun­ ar nokkuð skýrlega með sér. Þar var sjónarmiðum tjónþola um bæt­ ur samkvæmt 4. gr. hafnað, þar sem engin gögn hefðu verið lögð fram sem sýndu fram á varanlegan miska, en bætur samkvæmt 26. gr. hins vegar dæmdar. Samkvæmt þessu er verulegur aðferðafræðilegur og sönnunar­ legur munur á beitingu ákvæðanna. Bætur samkvæmt 4. gr. byggja á stigamatskerfi, þar sem matsmönnum er falið að meta afleiðingar hinnar bótaskyldu háttsemi og hefðbundnar sönnunarkröfur eru gerðar til tjónþola. Þannig þarf hann að afla matsgerðar sem færir sönnur á þau miskastig sem hann krefst bóta fyrir áður en hann getur leitað til dómstóla. Bætur samkvæmt 26. gr. byggja hins vegar á miklu matskenndari grunni, þar sem fleiri sjónarmið en afleiðing­ ar hinnar bótaskyldu háttsemi koma til skoðunar auk þess sem vægari kröfur eru gerðar um sönnun slíkra afleiðinga. Þannig kann tjónþola að vera fært að leita til dómstóla og óska eftir því að hon­ um verði ákvarðaðar miskabætur á grundvelli sanngirnismats, jafn­ vel þótt engin sérfræðileg gögn liggi fyrir um afleiðingar viðkom­ andi háttsemi. Í þriðja lagi skal tekið fram, um skilin á milli 4. og 26. gr., að framangreind lögskýringargögn og fræðiskrif verða tæpast skilin öðruvísi en svo að sú skörun sem eftir stendur á milli ákvæðanna hafi ekki sérstaka þýðingu í tilviki kynferðisbrota, þar sem 26. gr. sé ætlað að fela í sér viðbót við bætur samkvæmt 4. gr. í slíkum tilvik­ um. Með öðrum öðrum; þótt að nokkru leyti sé horft til sömu sjón­ armiða við beitingu beggja ákvæða feli það ekki í sér að verið sé að ofbæta tjónið, enda geri lögskýringargögn ráð fyrir því að bætur samkvæmt 26. gr. komi sem viðbót við þær bætur sem hefðbundnar eru fyrir líkamstjón. Virðist hér raunar ekki mjög langt yfir í hug­ myndir um einskonar refsibætur, þ.e. að til viðbótar hinu eiginlega tjóni, sem bætt sé samkvæmt I. kafla, komi frekari bætur vegna al­ varleika háttseminnar, nánar tiltekið hins huglæga ástands tjón­ valds. Hefðbundnari fræðileg nálgun að viðbótinni hér á landi er hins vegar sú að lýsa þessu þannig, að í tilviki slíkra brota verði meira tjón en I. kafli nái að bæta og því komi viðbótin samkvæmt 26. gr. til. Segja má að hin raunhæfa þýðing framangreinds sé sú að jafn­ vel þótt tjónþolar færu í auknum mæli að krefjast bóta samkvæmt 4. gr. vegna kynferðisbrota, á grundvelli matsgerða um miskastig sín, hefði það takmörkuð áhrif á núverandi beitingu 26. gr. Dómstólum væri eftir sem áður rétt að ákvarða bætur samkvæmt 26. gr. á grund­ velli sömu sjónarmiða og hingað til, óháð því hvort tjónþoli krefst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.