Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 5
Forspjall í útvarpi
Þegar æfintýri H. C. Andersens komu út 1904 í þýðingu Stein-
gríms Thorsteinssonar, komst þýðandinn svo að orði í formála,
að H. C. Andersen hafi fundið sjálfan sig sem skáld í æfintýra-
skáldskapnum, — hann hafi samið slík baxmaæfintýri, sem enginn
hafi getað, fyrr né síðar, og kallar þær sannkallaðar perlur úr
djúpi hreinnar barnssálar. Og ennfremur, að þótt tekin séu aðeins
þau æfintýrin, sem séu viðurkennd snilldarverk, sé það ekki lítið
safn.
En eftir H. C. Andersen liggja einnig ljóð og sögur. Eitt fegursta
og kunnasta ljóð hans er „Et döende Barn“, og meðal skáldsagna
hans ,,Improvisatoren“ (Talandi skáldið), — „sem er ágæt lýsing
á lífinu á ítalíu, full af ljómandi fegurð og ímyndunar auðlegð“.
En svipað má raunar segja um margar hinna styttri skáldsagna
hans, — Andersen hefir eflaust verið víðförlastur danskra skálda.
Hann var nálega allt af á ferðalagi úr í einum stað í annan, enda
var hann ókvæntur alla æfi og hafði ekki neitt fast heimili."
„Alpaskyttan,“ sem nú verður lesin, heitir á frummálinu „Is-
jomfruen", og gerist í Svisslandi, og var handritið í þýðingu föð-
ur míns meðal annara handrita, sem hann lét eftir sig, og var þar
einnig handrit af þýðingunni á „Sögu frá Sandhólabyggðinni“.
Ég gaf þær út 1929. Ný útgáfa af Alpaskyttunni kom svo út á
tíma síðari heimsstyrjaldar. Þegar ég gaf sögurnar út, breytti ég
engu. Og það hefi ég ekki heldur gert nú, er ég les „Alpaskyttuna“.
Hún er í þeim búningi, sem faðir minn færði hana í, í anda þeirrar
lotningar, sem þýðingar hans á æfintýrunum bera svo fagran
vitnisburð um.
Axél Thorsteinson.