Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 9
7
verið þar frá alda öðli, heldur væru það innflytjendur, sem komið
hefðu lengst norðan úr heimi, þar væru frumstöðvar þeirra, og
væru þeir kallaðir ,,Svíar“. Það var nú ekki smáræðis fróðleikur
að vita þetta, en Rúða bættist líka enn meiri fróðleikur fyrir ann-
an góðan félagsskap, þar sem hann hafði náin samkynni við það
af dýrunum, sem fyrir var á heimilinu. Það var stór hundur, er
Ajola hét og átt hafði faðir hans og það var fressköttur; var það
einkum kötturinn, sem Rúða mátti þykja mikils um vert, því hann
hafði kennt honum að klifrast.
„Komdu með út á þakið,“ hafði kötturinn sagt og það alveg
skýrt og skilmerkilega, því þegar maður er barn og hefir ekki
enn fengið málið, þá skilur maður prýðilega hænsn og endur,
hunda og ketti, þau tala eins skiljanlegu máli og pabbi og mamma,
sé maður að eins nógu lítill; enda stafurinn hans afa getur þá
hneggjað, orðið að hesti, með höfði, fótum og tagli. Hjá sumum
börnum þverrar þessi skilningur seinna en hjá sumum; er þá sagt
um þau, að þau séu seinþroska og langt á eftir og lengur börn
en góðu hófi gegnir. Það er nú svo margt, sem talað er.
„Komdu með út á þakið, Rúði litli.“
Það var það fyrsta sem kötturinn hafði sagt og Rúði skilið.
„Þetta, sem þeir tala um, að detta, það er eintóm innbyrling, eng-
inn dettur, ef hann ekki óttast að hann detti. Komdu bara, settu
aðra framlöppina svona, og hina svona, hafðu framlappirnar fyrir
þér og augun hjá þér, vertu snar og liðugur í limum. Verði fyrir
þér gjá, þá engdu fast saman, það geri ég — og hentu þér yfir.“
Og það gerði Rúði líka, þess vegna sat hann svo oft uppi á mæn-
inum hjá kettinum; hann sat hjá honum uppi í trétoppinum, já
enda á klettabrúninni, hærra en kötturinn náði að komast.
„Hærra, hærra!“ sögðu tré og runnar. „Líttu á hvað við klifr-
umst hátt og hvað við komumst hátt og hversu fast við höldum
okkur, enda yst á tæpustu klettasnösum."
Og Rúði komst upp á fjallshnúkinn, oft og tíðum fyrr en sólin
var komin þangað, og þar fékk hann morgundrykkinn sinn, hið
ferska og heilsustyrkjandi f jallaloft, og drykkinn þann sem drott-
inn einn getur tilbúið, þó uppskriftina geti mennirnir ekki lesið,
þar sem svo greinir:
„Hinn ferski ilmur af jurtum fjallsins og af krúsmintunni og