Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 10

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 10
8 blóðberginu í dalnum. - Alt, sem þungt er, sjúga skýhengjurnar í sig, og vindurinn karrar þær á toppum greniskóganna. Andi ilmsins verður að lofti, léttu og hreinu, sem hressir æ betur og betur —“ og þetta var morgundrykkur Rúða drengsins. Sólargeislarnir, hinar signandi dætur sólarinnar, kystu vanga hans og Sundli stóð á hleri, en þorði ekki að koma nærri honum, og svölurnar frá húsi móðurafans niður frá, ekki færri en sjö saman, flugu upp eftir til hans og geitanna og sungu: „Við og þið, þið og við“. Þær færðu honum kveðjur frá afa og báðum hæn- unum, sem voru einu fuglarnir innanhúss, en um þær hirti Rúði ekki og gaf sig aldrei neitt að þeim. Svo lítill sem Rúði var, þá verður það ekki af honum dregið, að ferðast hafði hann og það ekki svo stutt fyrir peyja á hans reki; hann var fæddur þarna yfir frá í kantónunni (fylkinu) Wállis, og verið borinn hingað yfir fjöllin; hann hafði nýlega farið fót- gangandi kynnisferð til „Staubbach“, sem bylgjaðist í lofti eins og silfurblæja fyrir framan skínandi hvíta ,,Jungfrúna“, fanna- fjallið mikla. Og í Grindelwald hafði hann komið að skriðjöklin- um stóra, hryggilegrar minningar, þvi þar hafði móðir hans beðið bana; þar hafði „Rúði skilið eftir barnskætina“, eins og móður- afi hans komst að orði. Þegar drengurinn var tæplega eins árs, þá hló hann tíðara en hann grét, svo hafði móðir hans skrifað, en frá því hann sat fastur í jökulsprungunni var hann orðinn allur annar. Að öðru leyti var afi fátalaður um þetta, en í fjallabyggð- inni allri vissi það hvert mannsbarn. Faðir Rúða hafði verið póstekill og hafði stóri hundurinn, sem lá heima í stofu móðurafans, ætíð fylgt honum á ökuferðum hans yfir Simplon ofan að Genfarvatni. Frændfólk Rúða í föðurætt bjó enn í Rónedalnum í Walliskantónu; var föðurbróðir hans harð- duglegur gemsuveiðari og orðlagður fylgdarmaður. Rúði var ekki nema ársgamall þegar hann misti föður sinn og varð þá móður- inni í mun að fara með barnið sitt litla til ættingjanna í Bemer- Oberland; bjó faðir hennar fáeinar bæjarleiðir frá Grindelwald; hann hafðist við á tréskurðarsmíð og vann sér svo mikið inn, að að hann gat vel komist af. í júnímánuði sneri hún heim á leið með tveimur gemsuveiðurum, og bar þá drenginn sinn, héldu þau sem leið liggur til Grindelwald. Höfðu þau þegar lagt drjúgasta kafl-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.