Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 11
9
ann af leiðinni að baki og voru komin yfir háhálsinn að fann-
sléttunni. Þau sáu ofan í heimadalinn hennar með strjálsettu
stokkahúsunum vel kunnu, og var nú að eins eftir síðasta þraut-
in, að ganga yfir þetta eina stóra jökulhlaup. Var þar nýfallinn
snjór og huldi yfir gjá, ekki reyndar ofan að neðsta botni, þar
sem vatnið beljaði, en meira samt en svaraði mannhæð; ungu kon-
unni með barnið skrikaði fótur, hún sökk niður og var óðara
horfin; ekki heyrðist hljóð eða stunur, en barnsgrátur heyrðist.
Það leið meira en klukkustund, áður en báðir samferðamennirnir
komu með reipi og stengur af næsta bæ, til að bjarga, ef unt væri,
og eftir langa mæðu tókst að ná upp úr gjánni tveimur líkum, að
því er virtist. Var ailra ráða leitað og tókst að lífga barnið, en
ekki móðurina, og þannig fékk afinn gamli dóttursoninn heim í
hús sitt í staðinn fyrir dótturina, drengtetrið litla, sem meira
hló en grét. En svo brá nú við, að hann sýndist því afvanur orð-
inn, sú breyting hafði víst orðið á honum í jökulgjánni, í hinum
kalda, kynjalega ísheimi, þar sem sálir hinna fyrirdæmdu eru
innibyrgðar, eins og bændatrú er á Svisslandi.
Ekki ósvipað beljandi vatnsstraum, sem fergður er og hlaup-
inn saman í einlægar grænar glerblakkir, svo er jökulhlaupið
ásýnis, þar sem það liggur; hver heljar ísblökkin oltin yfir aðra,
en niðri í djúpinu beljar rifrildis straumur af þiðnuðum snjó og
ís; djúpir hellar og gríðar gjár eru þar með voldugu risi; það er
undursamleg glerhöll og í henni býr ísjungfrúin, jökladrotningin.
Hún, hin deyðandi, sundurmolandi vættur er að hálfu leyti lofts-
ins barn og að hálfu er hún fljótsins, fimbulefld, yfirbjóðandi.
Þess vegna getur hún þotið með fráleik gemsunnar upp á efsta
hnúk snæfjallsins, þar sem fífldjörfustu fjallgöngumenn verða að
höggva sér spor í ísinn; hún siglir á grönnum grenikvistum ofan
eftir straumhörðu fljótinu og hendist þar klett af kletti með flaks-
andi snjóhvítt hárið, í blágræna kyrtlinum sínum, sem er skín-
andi fagur eins og vatnið í hinum djúpu stöðuvötnum Svisslands.
,,Knosa, knosa, halda. fast! Minn er mátturinn!“ segir hún. „Þeir
stálu frá mér indælum dreng, sem eg var búin að kyssa til dauðs.
Hann er nú aftur manna á meðal, hann situr yfir geitum á fjall-
inu og klifrar upp á við sí og æ, langt í burt frá öðrum, en ekki
Há mér. Eg á hann, eg skal ná honum.“