Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 17
15
ingi sínum skógartrén, sem reyrleggir væru, flytur stokkbygðu
húsin af einum fljótsbakka yfir á annan, eins og við færum peð
á skákborði.
Að liðinni einni klukkustund sögðu þeir Rúða, að nú væri það
búið; nú gæti hann farið að sofa, hann lét ekki segja sér það
tvisvar og háttaði þegar í stað.
Snemma næsta morguns lögðu þeir upp. Sólin lýsti þann dag
fyrir Rúða á ný fjöll, nýja jökla og nýjar fannbreiður. Þeir voru
nú komnir yfir í Walliskantónu og voru nú fyrir handan þann
fjallahrygg, sem sést frá Grindelwald, en langt var samt eftir
enn að heimkynninu nýja. Enn aðrar hamragjár, önnur haglendi,
skógar og fjallvegir opnuðust fyrir honum, önnur hús og aðrir
menn komu í augsýn, en hvers konar menn voru það, sem hann
sá? Það voru vanskapningar, ógeðsleg, kvapaleg, hvítgul andlit,
hálsinn ferlegt kjötæxli, hangandi og pokandi út niður á bringu;
það voru Kretínar. Þeir drögnuðust veiklulega áfram og gláptu
á ókunnugu mennina, sem komu, með heimskulegu augnaráði;
kvenfólkið einkum var afskræmislegt útlits. Voru þetta mann-
eskjurnar í heimkynnunum nýju?
III.
FÖÐURBRÓÐIRINN
Nú var Rúði kominn á heimili föðurbróður síns og svo var ham-
ingjunni þakkandi, að þar var fólkið eins útlítandi og Rúði hafði
áður vanist; þar var að eins einn Kretíni, hálfvita piltaumingi,
einn af þessum brjóstumkennanlegu vesalingum, sem í Wallis-
kantónu eru látnir vera til skiftis á heimilunum, tvo mánuði í
hverjum stað, svo þeir séu ekki hælislausir í fátækt sinni og ein-
stæðingsskap; það hittist nú einmitt svo á, að vesalings Kretín-
inn Saperlí var hér fyrir, þegar Rúði kom.
Föðurbróðirinn var öflugur veiðimaður enn sem komið var og
beykir var hann að auki, konan var lítill kvenmaður, kvik og f jör-
leg, með hálft í hvoru fuglslegt andlit, augun hvöss sem arnar-
augu, hálsinn langur og allur með hýjungi.