Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 28
26
huga. Þá veit hann ekki fyrri til, en slegið er á axlir honum
með þungri hendi og um leið er hann ávarpaður í digrum rómi á
frönsku:
„Þér eruð þá úr Wallis-kantónu."
Rúði snýr sér við og sér rauðleitt andlit og ánægjulegt. Var
maðurinn æði gildvaxinn. Þetta var sem sé mylnumaðurinn ríki
frá Bex. Mylnumaðurinn ríki miklaðist undir niðri af því, að það
var veiðimaður úr hans kantónu, sem reynst hafði snjallastur
skotmaðurinn, og var nú í mestum hávegum hafður. Það mátti
með sanni segja, að lukkan elti Rúða; það, sem hann hafði að
heiman farið til að leita eftir og nálega var búinn að gleyma, það
leitaði sjálft til hans, og barst honum upp í hendurnar.
Þegar menn fjarri átthögunum hitta fólk úr sömu bygð, þá
kannast menn hverjir við aðra og talast við. Rúði var mestur
allra á markskota-hátíðinni, eins og mylnumaðurinn bar höfuð
yfir alla heima í Bex, sakir mylnunnar sinnar og peningaauðsins.
Tókust svo þessir tveir menn í hendur, en það höfðu þeir aldrei
áður gert. Babetta tók líka hjartanlega í hönd Rúða, og hann þrýsti
aftur hennar hönd og horfði á hana svo að hún roðnaði við út
undir eyru.
„Eg fór skemri leiðina, mælti Rúði, „eg fór yfir fjöllin. Enginn
vegur liggur svo hátt, að ekki megi komast hann.“
„Og hálsbrotna um leið,“ bætti mylnumaðurinn við. „Og þér
eruð nú eitthvað þesslegur, að þér munið einhvern tíma hálsbrjóta
yður, slíkt vogunarfífl, sem þér eruð.“
„Maður dettur ekki, þegar maður heldur ekki sjálfur, að maður
muni detta,“ mælti Rúði.
Og skyldfólk mylnumannsins í Interlaken, sem mylnumaðurinn
var nú að heimsækja með dóttur sinni, bað nú Rúða fyrir alla muni
að koma við hjá sér, þar sem hann væri úr sömu kantónunni og
frændi þess. Það var mesta kostaboð fyrir Rúða. Lánið fylgdi hon-
um, eins og það ætíð fylgir þeim, sem treystir á sjálfan sig og
minnist orðtaksins:
„Drottinn gefur oss hneturnar, en hann brýtur þær ekki fyrir
oss.“
Og Rúði var hjá skyldfólki mylnumannsins eins og heima hjá
sér, og drukkin var þar skál skotmannsins, sem af öllum hafði