Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 30
28
næstu f jallanna. Mannf jöldinn stóð kyr og mændi þangað augum.
Rúði og Babetta horfðu líka á þá mikilfenglegu dýrðarsýn.
„Hvergi er fallegra en hér,“ sagði Babetta.
„Nei, hvergi er fallegra,“ sagði Rúði og horfði á Babettu.
„Á morgun verð ég að fara,“ sagði hann rétt á eftir.
„Heimsækið okkur í Bex,“ hvíslaði Babetta, „það mun föður
mínum þykja vænt um.“
V.
Á HEIMLEIÐINNI
Mikið hafði Rúði að bera, þegar hann daginn eftir fór yfir fjöll-
in heim til sín. Já, hann hafði meðferðis þrjá silfurbikara, tvær
ágætar byssur og silfur kaffikönnu, mesta þarfaþing, er bú skal
reisa. En það var eitthvað þungvægara, eitthvað veigameira, sem
hann bar, eða kannske réttara, sem bar hann yfir fjöllin háu.
En veðrið var hráslagalegt, drungalegt, úrkomulegt og þungbúið;
skýin steyptu harmakufli yfir fjallahæðirnar og huldu hina skín-
andi hnjúka. Úr skóginum barst hljóðið af síðustu axarhöggun-
um og ofan hlíðarnar ultu trjástofnar, eins og renglur til að líta,
ofan úr hæðunum, en eins og rammauknir sigluviðir, ef nær var
horft. Lutchine-elfan kyrjaði sína þulbaldalegu straumkviðu, vind-
ur þaut í lofti og rek var á skýjunum.
Þá gekk alt í einu ung stúlka við hlið Rúða, hann hafði alls ekki
orðið hennar var, fyrr en hún var rétt við hlið hans; hún ætlaði
líka yfir fjallið. Afl var í augum hennar; maður mátti til að horfa
inn í þau, þau voru svo fáránlega glerskær, svo djúp og botnlaus.
„Átt þú þér kærasta?“ spurði Rúði, því ástir voru efst á baugi
í huga hans.
„Eg á engan kærasta,“ sagði hún og hló við, en hún var eitthvað
þessleg, að hún gæti ekki satt orð talað.
„Við skulum ekki vera að taka á okkur krók. Við verðum að
halda betur til vinstri handar; það er skemri leiðin.“
„Já, til þess að hrapa í ísgjá,“ svaraði Rúði. „Ratarðu ekki bet-
ur en þetta og þykist þó vera að segja til vegar?“
„Það er einmitt eg, sem veginn rata,“ sagði hún, „og eg hefi