Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 35
33
lært á ferðinni, en eg ætla mér nú ekki að bera sorg út af þessu,
það er ekki til neins.“
„En útlitsbetra er það þó alténd, þó ekki sé annað,“ sagði stofu-
kötturinn.
VII.
ARN ARHREIÐRIÐ
Á f jallveginum ómaði jóðlið svo hátt og snjalt og glaðværlega,
það virtist benda á létta lund og káta og örugt hugarfar; það var
Rúði, hann var á leiðinni til Vesinands, vinar síns.
,,Þú verður að hjálpa mér, við verðum að fá Ragla með okkur,
eg verð fyrir hvern mun að ná arnarunganum uppi 1 fjallsbrún-
inni.“
„Viltu ekki ná fyrst krýmunni úr tunglkringlunni, það mundi
víst vera viðlíka auðvelt,” mælti Vesinand. „Það er gállinn á þér
núna.“
„Já, sérðu, því eg ætla að kvænast. En í fullri alvöru, nú skal
eg segja þér, hvernig högum er háttað fyrir mér.“
Og óðara vissu þeir Vesinand og Ragli hvað Rúða gekk til.
„Þú ert fíflvogaður strákur,“ sögðu þeir. „Þetta er hreinn
ógjörningur, þú hrapar og hálsbrotnar."
„Maður hrapar ekki, þegar maður heldur það ekki sjálfur,“
sagði Rúði.
Um miðnætti lögðu þeir af stað með stengur, stiga og kaðla;
leiðin lá um kjarr og runna og hrynjandi lausagrjót, upp á móti
æ og sí í næturdimmunni. Vatnið beljaði fyrir neðan þá, og vatn
rann suðandi fyrir ofan þá, loft var vætulegt og far á skýjum.
Veiðimennirnir komust alt upp undir brúnina þverbratta, gerðist
þá myrkara, hamraveggirnir náðu því nær saman og að eins efst í
glufunni sást í bjart loft; rétt hjá þeim, beint fyrir neðan þá, var
afgrunns djúp og beljandi vatnsflaumur. Þarna sátu þeir allir graf-
kyrrir, þeir vildu bíða dagrenningarinnar, því þá flaug örnin út,
en hana varð fyrst að skjóta, áður en til tals gæti komið að ná
unganum. Rúði sat í hnipri svo staðkyrr sem væri hann sama
3