Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 41
39
ingurinn, og þegar eimdrekinn stendur við, þá stíga þeir út og
fara sína leið. Þankarnir fara út í heiminn.“
Og hún hló við.
„Þarna hljóp ein snjóskriðan enn,“ sögðu þeir þar neðra í
dalnum.
,,Okkur nær hún ekki,“ sögðu þau tvö á baki eimdrekans; ,,tvær
sálir og einn hugurinn,“ eins og sagt er. Það var Rúði og Babetta;
mylnumaðurinn var líka með.
,,Eins og hafurtask,“ sagði hann, ,,eg er með, eins og það sem
ekki verður án verið.“
,,Þarna sitja þau bæði,“ sagði ísjungfrúin. „Marga gemsuna
hefi eg knosað, miljónir Alparósa hafi eg brotið og ekki látið einn
rótaranga eftir sitja. Eg mái þá út, mannsþankana.“
Og hún hló.
„Ein snjóskriðan enn,“ sögðu þeir neðra í dalnum.
X.
GIJÐMÓÐIR
1 Montreux, sem ásamt Clarens, Vernex og Crin mynda eins
og blómkerfi um útnorðurhorn Genfarvatns, var guðmóðir Babettu
á vist, hefðarfrúin enska, ásamt dætrum sínum og ungum ætt-
ingja; þau voru alveg nýkomin, en samt var mylnumaðurinn þeg-
ar búinn að heimsækja þau og hafði hann sagt þeim frá trúlofun
Babettu, frá Rúða og arnarunganum og kynnisförinni til Inter-
laken og í stuttu máli alla þá sögu, og hafði hún vakið hrifni þeirra
og undrun. „Það væri ekki talsmál annað,“ sagði mylnumaður-
inn, „þau yrðu endilega að koma öll saman þrjú; það varð líka
svo, þau komu öll þrjú. Ekki mátti minna vera en Babetta sæi
guðmóður sína og að guðmóðir fengi að sjá Babettu.
Við smáborgina Villeneuve, við enda Genfarvatns, lá eimskipið,
sem flytur þaðan fólk til Vernet, alla leið inn að Montreux. Um
þá strönd hafa skáldin mikið kveðið. Þar undir valhnotutrján-
um sat Byron, þegar hann var að yrkja hið heimsfræga kvæði sitt
um bandingjann í Chillon, bergkastalann skuggalega. Á þeim stað