Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 44
42
um hjartans hliðum, jafnt hinum veiku sem hinum sterku. Ástin
var leikur fyrir henni enn þá og hún lék sér að hjarta Rúða, og
þó var það sannast að segja, að hann var öll hennar hamingja,
hennar aðalhugsun í þessu lífi, hið besta og ágætasta í þessum
heimi, en því þyngri sem hann varð undir brúnina, því meir hló
kætin í augum hennar, hún hefði svo guðs gjarnan getað rekið
koss að Englendingnum bleikhærða með kjálkaskeggið gylta, ef
hún hefði haft það upp úr því, að Rúði hlypi burt í bræði; það
einmitt var merkið, sem sýndi henni hve ákaft hann elskaði hana.
En þetta, var ekki rétt, Þetta var óhyggilegt af Babettu litlu, en
hún var ekki heldur nema nítján ára. Hún hugsaði ekki út í það,
henni kom ekki til hugar, hvernig háttalag hennar kynni að verða
skilið — auðvitað frekar í léttúðar- og gjálífisáttina af Englend-
ingsins hálfu, heldur en samboðið var heiðvirðri, nýtrúlofaðri
mylnumannsdótturinni.
Frá Bex liggur þjóðgatan undir snæþöktum berghæðum, sem á
þarlandsmáli eru kallaðar Diablerets; þar stóð mylnan allskamt
frá straumhörðu jökulfljóti skolgráu að lit; en ekki var það hún,
sem knúði mylnuna, heldur var ársprænu, sem steyptist fram af
hamrinum hinum megin við ána veitt ofan eftir, aukin ferð og
kraftur með grjótstíflugarði og leidd í lokuðum bjálkaumbúningi,
breiðri rennu, yfir fljótið og höfð svo til að knýja mylnuhjólið
stóra. Rennan var svo vatnsrík að hún flaut yfir, bauðst þar vot-
ur vegur og sleipur fyrir þann sem kynni að vilja stytta sér leið
yfir mvlnuna, en einmitt það hið sama datt nú í þennan unga
herra — Englendinginn. Hann tók sig til eitt kvöldið og klifraði
hvítklæddur sem malarasveinn og ætlaði að komast yfir um, leidd-
ur af ljósinu í glugganum hjá Babettu. Hann hafði ekki lært að
klifrast og lá við sjálft að hann steyptist á höfuðið út í straum-
iðuna, en slapp með rennvotar ermar og builvotar buxurnar, kom
hann svo hundvotur og allur forugur undir glugga Babettu, klifr-
aðist þar upp í linditréð gamla og gólaði sem ugla, það var sá
eini fugl, sem hann gat hermt eftir. Babetta heyrði það og
gægðist út um örþunn gluggatjöldin, en er hún sá manninn hvít-
klæddan og fór nærri um, hver það mundi vera, þá fékk hún
hjartslátt af hræðslu, en reiði líka jafnframt. Hún slökti í skyndi