Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 56
54
draumur minn svo lagað framtíðarlíf, að strengur þess þurfti að
sundurslítast frelsunar minnar vegna. Ó, mig auma."
Hún sat í koldimmu næturinnar kveinandi og grátandi. Og í
djúpri næturþögninni þótti henni sem enn kvæðu við hin síðustu
orð Rúða:
„Meira hefir ekki jörðin mér að veita.“
Þau hljómuðu í fyllingu fagnaðarins, þau urðu endurtekin í ofur-
megni sorgarinnar.
Ár eru liðin síðan þetta var. Stöðuvatnið brosir, strendurnar
brosa, vínteinungarnir bera svellandi drúfur, eimskip þjóta fram
hjá með blaktandi flöggum, lystibátar með sínum tveimur út-
þöndu seglum fljúga eftir vatnsfletinum eins og hvít fiðrildi. Á
hverri ferðastöð stigu út aðkomendur; þeir koma, hver með sína
ferðabók, bundna í rautt band og lesa sér til hvað merkilegt sé
að sjá og skoða. Þeir koma við í Chillon og sjá þar úti í vatninu
eyjarkornið með þremur akasíutrjánum og lesa í bókinni um brúð-
hjónin sem sigldu þangað yfir um að kveldi dags árið 1856, hversu
að „brúðguminn týndist, en örvæntingarhljóð brúðarinnar heyrð-
ust ekki úr landi fyrr en morguninn eftir.“
En ferðabókin greinir alls ekki um kyrðarlíf Babettu hjá föður
hennar, ekki í mylnunni, því þar býr nú annað fólk, heldur í fallega
húsinu skammt frá járnbrautarskálanum, þar sem hún enn á
kvöldin horfir oft og einatt yfir kastaníutrén til snæfjallanna, þar
sem Rúði spreytti sig fyrr meir; hún sér Alpablikið á kvöldin,
sólarbörnin setjast í hvirfing þar efra og endurtaka sönginn um
göngumanninn, sem hvirfilbylurinn reif af kápuna og feykti henni
í burt; hulstrinu náði hann, en mannium ekki.
Það er rósabjarmi á snæfjöllunum, það er rósabjarmi í hverju
hjarta, þar sem þessi hugsun er ríkjandi: „Guð lætur það verða,
sem oss er fyrir bestu,“ en það er ekki ætíð, að oss sé það opin-
berað á líkan hátt og Babettu í draumi hennar.