Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 68
66
hokur nokkur ár, og dvaldist þar sumarmánuðina fjögur ár, þá
fór ég að hugleiða nánara hvar kistan væri niður komin, með
þeim árangri, að ég fann hana og flutti að Þverholtum í jeppa-
kerru minni, en svo þegar allt breyttist síðar og ég hættur hokr-
inu, geymdi ég hana nokkur ár í bílskúrnum mínum á Flókagötu
15, og var hún ónotuð og hálfgleymd. Svo vaknaði áhugi minn
fyrir henni að nýju, og ástæðurnar aðrar. Ég hafði fylgst með
starfi Ragnars Ásgeirssonar ráðunauts í þágu byggðasafnanna.
Við höfðum lengi verið góðkunningjar. Ég hringdi nú til hans og
sagði honum frá kistunni og varð hann góðfúslega við beiðni
minni, að líta á gripinn.
Hann skoðaði kistuna í krók og kring og kvað kleift, að gera
úr henni fagran grip, sem orðið gæti mikil stofuprýði, en vanda
þyrfti til undirbúningsins, og bauðst til þess að annast hann sjálf-
ur og einnig að hreyfa því við dóttur sína, að annast skrautmáln-
ingu kistunnar. Allt gekk þetta að óskum. Hún valdi fallegt norskt
mynstur og leysti það af hendi sem vænta mátti af mestu prýði.
Og síðan hefir kistan verið stofugripur og vakið aðdáun margra.
Til gamans get ég þess, að þegar kistan var í vörzlu Ragnars,
hringdi hann eitt sinn til mín og spurði:
„Vissurðu, að það er leynihólf í kistunni?“
Ég varð að játa, að það hafði aldrei flögrað að mér, að í henni
gæti verið leynihólf.
Eins konar hólf með loki yfir var efst við annan gaflinn, vafa-
laust ætlað til geymslu smámuna, bréfa eða slíks, og ekkert leynd-
ardómsfullt við það. En þarna var nú samt leynihólfið, því að í
þessu hólfi var tvöfaldur botn, sem kom í ljós, ef kippt var upp
innri hlið hólfsins, þannig frá gengið, að þess sáust engin merki,
að henni mátti kippa upp og renna niður.
„Þarna geymdu karlarnir spesíurnar sínar,“ sagði Ragnar, þeg-
ar hann hann hafði leitt mig í allan sannleika um „leynihólfið“.
Jólahald á bernskuheimili mín var um sumt ekki ýkja frá-
brugðið því sem enn er. Það var allt af keypt jólatré, allstórt,
og allt af sami jólatrésfóturinn. Jólatrénu var komið fyrir í bláu
stofunni. Það var nokkur leynd yfir skreytingunni, en á aðfanga-
dagskvöld fengum við ekki að sjá það, fyrr en að stundinni miklu