Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 70

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 70
68 kennari; Anna, kona Brynjúlfs tannlæknis Björnssonar, og Jón, verzlunarmaður, síðar fulltrúi Eimskipafélags Islands í Kaup- mannahöfn og New York. Móðir mín og Guðbrandur voru fædd og upp alin hér í Þingholtunum, en ættarræturnar lágu vestur um allar Mýrar, og eru raktar til Laga-Finns, sem var gildur bóndi á ökrum. I ættartölu, sem Anna frænka mín gaf mér einhvern tíma eftir heimkomu mína frá Vesturheimi, segir um Arnór, son Laga-Finns, að hann hafi gifst Ólöfu ríku á Skarði fyrir 1480. Svo bar við einn vetur, er ég var smáhnokki, að Bergþóra bauð föður mínum og okkur yngri systkinunum heim í Stöðlakot, en ég var þá svo ungur, að þar hafði ég ekki enn komið, og því ekki í baðstofu, sem móðir mín nú sagði mér frá. Og mikil var til- hlökkunin. Ég man, að það var ís á tjörninni og föl. ísinn var vel heldur. Tjörnin var þá mun stærri en nú. Faðir minn valdi leið skáhalt yfir tjörnina. Það var farið að hvessa og við krakkarnir flugum sem hnoðrar eftir ísnum, og sáum vart hvort til annars, þegar vindurinn þyrlaði upp snjónum, og pabbi var orðinn á eftir, enda stöðugur á mannbroddunum sínum. Og gott var að koma í baðstofuhlýjuna. Ég hefi allt af átt ljúf- ar endurminningar um þessa heimsókn, þessa angan í lofti, sem mér fannst svo furðuleg, en hún var frá innviðum, sem reykur úr hlóðum hafði leikið um í háa herrans tíð, og þessi angan bland- aðist anganinni frá hvítskúruðu gólfinu og gerði andrúmslotið ferskara, og ég man hvítdúkaða litla borðið úti við gluggann, hreint og snoturt, bakkelsið, kleinur og pönnukökur, sem stráð hafði verið sköfnum toppasykri yfir. Og mér leið vel þarna, þótt ólíkt væri og heima, alveg eins vel og í návist móður minnar og Guðbrands og vinnustúlknanna í eldhúsinu heima, og söm var hlýja Bergþóru og Guðbrands, en hann var auðvitað ekki heima. Hann var að vinna eða í leit að vinnu á eyrinni. Allt skýrðist, er frá leið, og því betur sem lengur leið. Ég var líka þarna hjá mínu fólki ekki síður en heima. Pabbi var broshýr og kátur, og gerði að gamni sínu.. Líklega hefir hann verið heldur tregur í byrjun, heldur viljað vera innan um bækurnar sínar, en mamma haft þau áhrif á hann, að hann lét til leiðast, en þegar út í þetta var komið eins ánægður og við börnin, á sinn máta. Og Bergþóra var ánægð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.