Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 74
72
dýrmæt. Og fleira heillaði en ljóðin, jafnvel fyrir fermingu, og
minni á það, sem ég sagði í erindi mínu „Minningábrot“ (Rökkur I.
Nýr flokkur), um Gunrilaugs sögu ormstungu. Enga íslendinga-
sagnanna hefi ég lesið oftar á langri ævi. Fleira heillaði því en
ljóðin. Og það kom svona hægt og hægt, að ég eignaðist íslendinga-
sögurnar í útgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Þær voru svo ódýrar.
Ég hefi litið á Sigurð heitin sem velgerðarmann bernsku minnar
og einn mesti velgerðarmaður íslenzku þjóðarinnar var hann vegna
bókaútgáfu sinnar.
Ef til vill hefi ég hér að framan verið að endurtaka það, sem
ég hefi áður sagt, og afsökunin eina, að þetta er svo hugstætt
þegar minningunum skýtur upp um hvernig þetta allt þróaðist,
en þegar á unglingsárunum fór ég að uppgötva æ fleiri bækur,
þeirra á meðal voru „litlu ljóðakverin“, en í þeim voru svo margar
perlur, sem hrifu svo hugann, að áhrifin tengdust með næstum
dularfullum hætti, að mér fannst, áhrifunum að sumu því, sem
skráð var í fyrstu Poesi-bókina mína. Öll voru þessi litlu ljóða-
kver í litlu broti, óbundin, næsta óásjáleg, en í þeim var slegið á
strengi harpnanna þannig, að það náði til hjartnanna, með nýj-
um andblæ, sem á stundum eins og hlýr vorblær „leitar inn — inn
í þitt insta sinni“ (tilvitnun úr kvæði eftir Árna Pálsson bóka-
vörð).
Hið fyrsta þessara litlu ljóðakvera, sem ég eignaðist, kom út
tveimur árum áður en ég fæddist, prentað í ísafoldarprentsmiðju
1893. Ég eignaðist það á unglingsárum. Það var aðeins 64 bls. í
mjög litlu broti, og nefndist: Ljóðmœli, eftir Einar Hjörleifsson.
1 því voru allmörg af fegurstu ljóðum hans, og snilldar kvæði
bættust við síðar. Ég hefi alla tíð síðan ég eignaðist þetta kver
á unglingsárum, verið þeirrar skoðunar, að ljóð hans hafi ekki
verið metin sem skyldi, en fjölyrði ekki nánara um það hér, því
að ég gerði þeirri skoðun minni nokkur skil í útvarpserindi, sem
flutt var tvívegis, í síðara skiptið sem „endurtekið efni“. Erindið
var svo birt á prenti (Rökkur, Nýr flokkur I, Rvk 1969). Nokkrar
tilvitnanir eru að sjálfsögðu í erindinu, sem ég vísa til í þeirri
von, að þær varpi að minnsta kosti nokkru ljósi á það hverjar
mætur ég fékk á ljóðskáldinu og manninum Einari Hjörleifs-
syni þegar á unglingsárum, og tel mig í rauninni enn í dag hafa