Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Page 77
75
HÚSBRUNI
Það stóð þarna á grundinni hólnum hjá
og hló út úr f jallaskugga,
með fána á stöng og fálkann á.
Hve fallegt og ungt var það til að sjá
með glampandi þil og glugga.
Bn haustnótt eina þá húm var svart,
um hálsa, grundir og voga
þar gerðist á svipstundu blossandi bjart.
Frá bæjunum næstu kom fólkið margt.
Þá stóð allt í ljósum loga.
Þú spyrð, hvort það væri vátryggt. — Nei.
Hvort væri ekkert fémætt þar grafið,
sem geymdist? — í rústirnar gróf ég ei,
en gekk strax í burtu, sté á fley
og hélt svo langt út yfir hafið.
Svo byggði þar annar bæinn sinn,
en bjó að því skammar stundir.
Hann var ekki tryggur völlurinn,
þar vaknaði gamli eldurinn
og jafnaði garðinn við grundir.
Hann gaus upp í rústunum — undir.
Þorsteinn Gíslason lagði ljóðagerð aldrei á hilluna á langri og
mer'kri starfsævi. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1893, en ljóða-
kverið litla, sem ég eignaðist, 1904, sem fyrr var getið, þar næst
Ljóðmæli 1920, Dægurflugur 1925, Önnur ljóðmæli 1933, og önn-
ur síðar, og er það mikið, sem eftir hann liggur af frumsömdum
^jóðum og þýddum, sem öll bera á sér einkenni smekkvísinnar og
vandvirkninnar, sem ljóðaperlurnar úr „litla ljóðakverinu“, sem
fönguðu hug minn á unglingsárunum, gáfu fyrirheit um.