Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 78
76
„Vorblóm“. — „TvístirniÖ“.
Tveggja ljóðskálda frá unglingsárum mínum, Jónasar Guðlaugs-
sonar og Sigurðar Sigurðssonar frá Arnarholti, er mér ljúft að
minnast, en fyrstu ljóðabækur þeirra komu út, er ég var 10—11
ára, og þær eignaðist ég, „Vorblóm“ Jónasar 1905 og „Tvístirnið“,
sem þeir gáfu út saman 1906. Þriðja ljóðabók Jónasar, Dagsbrún,
söngvar og kvæði, kom út 1909.
Kvæði Sigurðar Útilegumaðurinn, kom í Tvístirninu, og Hjörsey
síðar, og bæði greyptust í hugann. Kvæðið um Hjörsey hefi ég
rifjað upp fyrir mér á kyrrum stundum, oft á göngu, oftar en
flest kvæði önnur.
Skáldið kallar Hjörsey sumarbrúði sína í sumarskrúði og biður
henni guðs blessunar alla stund.
Hve fjarri heimsins flaumi og glaumi
ég fann þar huga minn.
Þú varst svo hýr og hrein í draumi,
að hafið gerðist kyrt um sinn,
og fuglar þögðu á strönd og straumi,
að styggja ei næturfriðinn þinn.
Á draumaför um tún og teiga
hvarf tími og rúm á braut.
Mín hugarblóm ég batt í sveiga,
sem barn að kjöltu þér ég laut —
þá skildi ég hvað það er að eiga
sinn æskudraum við móðurskaut.
Mörg önnur góð kvæði og sum með snilldarbrag orti Sigurður
á þessum árum, og snilldarbragur er einnig á þýðingu hans á
kvæði Henriks Ibsens, höfuðskáldsins norska, sem með þessari
ljóðaperlu sinni og fleirum heillaði ljóðelska samlanda sína, snart
hjartarætur þeirra og yljaði, — og eins mun þýðing Sigurðar hafa
snert margt íslenzkt hjarta, enda svo snilldarlega gerð, að aðeins
örlitlu munar, ef nokkru, á henni, og frumkvæðinu í sinni full-
komnu, látlausu fegurð.