Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 89
87
— Ofan tek ég í auðmýkt,
ósjálfrátt beygi kné. —
Angélus álengdar hljómar------
— Adieu, marin frangais!
Foreldrar Guðmundar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson
og Guðrún Jónsdóttir. Þrátt fyrir fátæktina lagði hann út á
menntabrautina, varð stúdent 1897, lagði þar næst stund á læknis-
fræði um hríð, en er hann hvarf frá því námi helgaði hann sig
skáldskapnum, sem hann hafði heillast af í bernsku, og bókmennta-
og ritstörfum ýmsum. Hann dvaldist um nokkurra ára bil á ísa-
firði við ritstjórn og blaðamennsku, og eins, er suður kom, og orti
jafnan mikið. Á Isafirði kvæntist hann Ólínu Þorsteinsdóttur, og
steig þar mikið gæfuspor, svo dýrmætur lífsförunautur var hún
honum. Þau eignuðust þrjár dætur: Hjördísi, Steingerði og Drop-
laugu.
Það var 1913, sem þau fluttu suður. Guðmundur starfaði hér að
blaðamennsku, um tíma við Vísi, og hann varð síðar ritstjóri
blaðsins ,,Fréttir“, sem kom út um tíma.
Guðmundur dó 19. marz 1919 og hafði þá átt við nokkurra mán-
aða vanheilsu að stríða, en hann tók spönsku veikina 1918, og náði
aldrei fullri heilsu eftir þau veikindi.
Fyrsta bók Guðmundar var ,,Ljóðmæli“ (1900), þá Guðbjörg
í Dal (1902), ,,Gígjan“ (1906), „Friður á jörðu“ (1911 og endur-
prentuð 1913), „Ljósaskipti“ (1913), „Ljóð og kvæði“ (1917). -
Eftir að hann var liðinn komu: „Erlend ljóð“ (1924) og Ljóðasafn
í þrem bindum, og bjó Steingerður dóttir hans það til prentunar.
Það vill oft verða hljótt um þá, sem gengnir eru, og það á við
um ljóðskáldin sem aðra, en enginn skyldi halda að þau séu gleymd.
Allt er breytingum undirorpið, ekki sízt á síðari tímum, margt
gleymist frá liðnum tíma, en margt fagurt geymist í huga þjóð-
arinnar og á vörum hennar. Og hvort mun eigi enn hlustað, þegar
sungin eru ljóð Guðmundar Guðmundssonar: Kirkjuhvoll, Vor-
gyðjan kemur, Nú vagga sér bárur, — svo nokkur séu nefnd?
Birt í Vtsi 5/9 1961f.