Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 90
„Mitt er að yrkja - ykkar a5 skilja"
Rifjuð upp gömul minning.
Á síðastliðnu ári varð gömul, dýrmæt minning umhugsunar-
efni mitt, af sérstöku tilefni; minning, sem ég hefi varðveitt á
langri ævi, og oft rifjað upp, en hún er frá þeim degi, laugardeg-
inum 6. október 1906, er Reykvíkingar, ungir og gamlir, sam-
einuðust um að votta virðingu sína þjóðskáldinu Benedikt Gröndal,
sem varð áttræður á þessum degi.
I blaðinu Isafold, blaði Björns Jónssonar, var frá þessu sagt
síðar í sérstakri grein, og var upphaf hennar á þessa leið:
„Veifa var á hverri stöng og um kveldið var gerð til hans blys-
för (að heimil hans, Vesturgötu 16A), er i voru mestallur skóla-
genginn lýöur höfuðstaðarins, með forgöngu Stúdentafélagsins,
og söng kvæði það eftir Þorstein Gíslason, er hér er prentað á
öðrum stað.
Margir helztu menn hinnar elztu kynslóðar heimsóttu hann hins
vegar, og fluttu honum heillaóskir.
Daginn sama gerði Sigurður bóksali Kristjánsson skáldinu það
til sæmdar og sjálfum sér um leið — með því slíkt er hér fátítt
mjög, að birta á prenti mjög snoturt minningarrit, er nefnist
Benedikt Gröndal áttrœður. 1826—1906, 6. októher“.
Ritið hefst á kvæði, sem Sigurður orti til skáldsins, en þar næst
eru nokkrar greinar eftir þjóðkunna menn, þá Jón Jónsson (Aðils)
sagnfræðing, Guðmund Finnbogason, síðar landsbókavörð, Finn
Jónsson prófessor, Helga Jónsson náttúrufræðing og Þorstein
Erlingsson skáld.
Ég var drengur á 12. ári, þegar Gröndal var svo heiðraður, sem
greint var 1 ísafold, og það fór ekki fram hjá neinum í bænum,
hvað til stóð, og ekki heldur okkur börnunum, og við vorum ófá,