Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 93
! Noregi íyrir 60 árum
1. maí 1917.
1. maí er dagur verkalýðsfélaganna. Þá er öllum verksmiðjum
lokað. Verkamanna- og verkakvennafélögin ganga í skrúðgöngu
um borgirnar. Hvert félag hefir sinn fána — og svo marga aðra
með ýmsum áletrunum, eggjunarorðum að vinna í þágu jafnaðar-
stefnunnar, í þágu réttlætis og mannúðar. Dagurinn er fremur öllu
helgaður átta tíma vinnudeginum.
1 Kristianíu höfðu menn búist við óspektum. Menn héldu, að
hungursuppþotin í Svíþjóð mundu hafa kveikt í hugum verka-
manna hér. En svo fór sem fáa varði, að allt fór fram með kyrrð
°S spekt. Einnig í Svíþjóð. Snemma dags gengu börnin í skrúð-
göngu um bæinn. Fór hún vel fram. Mörg þeirra höfðu norsk smá-
fIögg, en meira bar þó á rauðu flöggunum. Blöktu þau og á nokkr-
um stöðum í borginni.
Seinna um daginn gengu verkamannafélögin í skrúðgöngu. Söfn-
uðust þau saman á ýmsum stöðum í bænum, á Holbergsplads,
Stórtorginu og víðar. Þaðan var haldið upp Karl Johansgötuna og
til Tullenlökken og voru ræðurnar haldnar þar. Alls staðar var
svart af fólki. Lögregluþjónar stóðu með fárra metra millibili,
en þurftu lítið að hreyfa sig. Ríðandi lögregluþjónar riðu fram
með mannþrönginni annað veifið. En allt er svo rólegt. Og lög-
regluþjónarnir brosa. Þeir hafa séð það fyrir, að það verður ró-
'egt í dag. Hver flokkurinn kemur á fætur öðrum. Fölir og grann-
holda eru þeir margir þessir verkamenn. Auðséð, að það er sjald-
an. sem þeir fá að lyfta sér upp meðan sól er hátt á lofti. Auðséð,
að það er sjaldan, sem þeir fá að anda að sér heilnæmu loftinu,
láta sólina skína á sig. En þeir bera höfuðið hátt. Það er eins og
hver dráttur í andlitum þeirra sé höggvinn í marmara. Það skín