Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 106
104
okkar ágæta Hótel Paragon. En sannast að segja vekur það furðu
mína, að nokkuð dularfullt skuli gerast þar, því að það líkist frek-
ar einkahúsi en gistihúsi “
Herkules brosti.
„Þess vegna leigði eg mér íbúð þar. En nú er svo ástatt, að þar
er ekki hægt að taka við fleiri gestum sem stendur vegna þrengsla,
enda í árslok — og á gamlársdag eru vitanlega meiri þrengsli en
flesta aðra daga ársins. Til allrar óhamingju er hin fagra og dáða
dóttir hjónanna, sem eiga gistihúsið, gift manni í Alsír, og eru
foreldrarnir farnir þangað í heimsókn til hennar. Og það er systir
frúarinnar, Madame la Patronne, sem ræður húsum í Paragon í
f jarveru þeirra. En þér að segja geðjast mér lítt að systur Madame
la Patronne — og enn miður að eiginmanni hennar.“
Það var komið fram yfir háttatíma, þegar leiðir þessara tveggja
vina og fyrrverandi félaga skildu. Herkules Popeau fór inn í hinn
skuggalega garð fyrir framan Hótel Paragon, en húsið var í raun
og veru höll, sem hafði komið mikið við sögu Parísarborgar á 18.
öld. Herkúles hringdi dyrabjöllunni og opnuðust þær þegar, því
að dyrnar voru opnaðar með vélaútbúnaði, þannig, að dyravörð-
urinn gat opnað — og einnig lokað, með því að styðja á hnapp, þar
sem hann lá í rúmi sínu.
Herkúles Popeau þreifaði sig áfram í forsalnum og gekk upp
stigann, sem var mjög breiður, og upp á næstu hæð. Hann hafði
ekki hirt um að taka á sig krók til þess að kveikja. Þegar upp kom
beygði hann inn í göng, sem lágu að íbúð hans, setustofu og svefn-
herbergi, en allt í einu kipptist hann við, því að furðulega nærri
honum var hvíslað á ensku:
„í guðanna bænum nemið staðar og hlýðið á það, sem eg hefi
að segja. Eg er í mikilli hættu stödd.“
Það var auðheyrilega kona, sennilega kornung stúlka, sem mælt
hafði, og var röddin þrungin ótta og skelfingu.
Herkúles ályktaði í einni svipan, að hin mannlega vera, sem
hafði varpað fram þessari dularfullu hjálparbeiðni, hlyti að hafa
staðið — eða standa — öðru hvoru megin við lokaðar dyrnar á
einhverju svefnherberginu, en gluggarnir á þeim vissu út að garði
gistihússins.