Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 107
105
„Hvar eruð þér — og hver eruð þér?“ spurði Herkúles.
En þá heyrði hann allt í einu aðra kvenmannsrödd — og konan
sagði eitthvað reiðilega, á spánskri mállýsku, að því er hann bezt
gat heyrt, og svarað var á sama máli, og það var hin unga kona
eða stúlka, sem hafði mælt til hans á ensku, sem svaraði-
Hann beið langa stund, en heyrði ekkert frekara, og þögn og
kyrð, sem hafði þyngjandi áhrif, seig yfir liið fræga hús, sem
kom við sögu jafnvel fyrir stjórnarbyltinguna.
Loks, þótt honum þætti miður, að hafa ekki getað rætt neitt við
stúlkuna, hélt hann áfram eftir göngunum að svefnherbergi sínu.
Þegar Herkules Popeau vaknaði næsta morgun fannst honum
hann enn heyra hvíslað: „Eg er í hœttu stödd“ — og hann ákvað
að grípa til sinna ráða. Því ekki að rannsaka málið þegar í stað?
Hann var maður, sem var ekki að tvínóna við hlutina. Hann studdi
þrivegis á bjölluhnappinn í herbergi sínu, en með því gaf hann til
kynna, að hann óskaði eftir að tala við húsráðanda, systur Madame
la Patronne, en nafn systurinnar var Madame Bonnefon. Loks kom
hún másandi og blásandi, því að hún hafði verið í miklum önnum.
„Eg vil fá að vita,“ sagði Herkules umsvifalaust, „hvað fólk
býr í herbergjunum sem vita að garðinum, eg á við íbúðina, sem
er við endann á göngunum, og eru líklega þrjú herbergi milli henn-
ar og íbúðar minnar. Eru gestirnir, sem þarna búa, enskir?“
Madame Bonnefon var hikandi á svip, en hún áræddi ekki að
neita, að gefa hinar umbeðnu upplýsingar.
„Nei, herra, það er ekki enskt fólk. Þessir gestir eru frá Argen-
tinu — mjög efnaðir — en þeir eru ekki nógu góðir í frönsku."
„Hjón?“
„Já, heldur við aldur, — og heldur svona gamaldags, ef mér
leyfist að segja það“.
„Hvað heita þau?“
„Það, herra Popeau, get eg ekki sagt yður, en maðurinn minn
hian það vafalaust. Mig minnir þó að ættarnafnið sé Mataria eða
Paria.“
„Að eins þau hjónin, ha?“
Plann sá, að nokkur svipbreyting varð á andliti Madame Bonne-
fon, er hún svaraði: