Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Side 110
108
tveggja dyra, sem báðar voru á herbergjum í íbúð þeirri, sem hann
nú vissi, að Argentínu-fjölskyldan hafði á leigu. En ekkert hljóð
barst að eyrum hans, nema ómurinn af hlátrasköllum og skrafi
í íbúð írsku fjölskyldunnar.
Og allt í einu komu þau öll út með allmiklum hávaða, og þegar
þau voru farin, til svefnherbergja sinna, varð aftur kyrt-
Herkúles hélt niðri í sér andanum og lagði við hlustirnar. En
það var dauðahljóð í báðum herbergjunum. Og þó var það svo, ef
Madame Bonnefon hafði sagt satt — að geðtrufluð stúlka var í
öðru herberginu.
Hann tók 1 sneril annarrar hurðarinnar, en dyrnar voru læstar.
„Er nokkur þarna?" kallaði hann á ensku. En enginn svaraði.
Hann gekk aftur á bak eftir göngunum hljóðlega. Beið svo um
stund og gekk svo eftir þeim með hávaða og uppgerðar drykkju-
látum og kastaði sér svo af allmiklu afli á aðra hurðina, en mað-
urinn var þungur, en nú kom hljóð úr horni, því að kona nokkur
mælti reiðiiega á bjagaðri frönsku:
„Hvað gengur á? Hafið hægt um yður hér?“
II.
Herkúles Popeau og Jean Copain, hinn nýi yfirmaður leynilög-
reglustöðvarinnar, sátu enn að máltíð sinni í matstofu, sem fræg
var fyrir góða rétti.
„Þetta var skemmtileg frásögn,“ sagði Copain, „og væri sann-
ast að segja fyrirtaks efni í fyrsta kapítula leynilögreglusögu, þar
sem söguhetjan, helzt ungur Englendingur, yfirforingi úr hern-
um, bjargar stúlku úr klóm þorpara, og endirinn yrði hinn sami
og í flestum enskum skemmtisögum, að þau urðu hjón og lifðu
hamingjusömu lífi allt til æviloka."
„Þú hallast þá að því, að — ?“
„Eg hallast að þeirri skoðun, að hin unga stúlka kunni að þjást
af þeirri tegund geðveiki, sem er orðin nokkuð almenn, þ. e. of-
sóknarbrjálæði, frekar en að um væga geðtruflun sé að ræða, en
vitanlega er það ekki á færi annarra en geðlækna, að fullyrða neitt
um þetta. En hvað sem þessu líður, kæri vinur, er eg reiðubúinn að
veita þér hverja þá aðstoð, sem á mínu valdi er að veita þér, til