Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 115
313
„Afsakið mig, frú,“ sagði Herkúles kurteislega- „Þetta hús er,
eins og þér kannske vitið, sögulegur staður, sem yfirvöldin hafa
eftirlit með í varðveizlu skyni. Mér hefir verið falið eftirlit með
útveggjum, gluggum, reykháfum, ofnum. Nú, það er eitthvað í
ólagi og verð eg að biðja yður að leyfa mér að athuga ofnana hér
í íbúð yðar og leiðslur."
,,Gerið þér svo vel,“ sagði konan.
Herkúles Popeau horfði athugunaraugum á allt, einnig á ungu
stúlkuna, sem svaf í stólnum. Ef ekki hefði verið vegna þess, að
barmur hennar lyftist og hneig, er hún andaði, hefði mátt ætla,
að ekkert lífsmark væri með henni, svo náhvítt og sviplaust var
andlit hennar. Herkúles hugsaði sem svo, að reynslulausari mað-
ur en hann sjálfur var, mundi ekki þurfa að efast um, að stúlk-
unni hefði verið gefið eiturlyf. Engin breyting varó á henni, er
hann brýndi röddina af ásettu ráði.
„Er hin unga mær veik ?“ spurði hann.
„Hún er ekki vel frísk,“ sagði konan og var stutt í spuna.
Herkúles gekk að arninum og bevgði sig niður og gægðist svo
upp eftir því sem hægt var, því að glæður voru í eldstónni, sem
var af fornri gerð.
„Má eg líta inn í hitt herbergið?" spurði hann.
Konan virtist því fegin, að hann bað þessa og fór inn í herberg-
ið á undan honum. Herbergið var svipað, en þar var að eins eitt
rúm og minnti að öðru leyti frekar á setustofu. Á kringlóttu borði
í miðju herberginu var sódavatnsflaska, konjaksflaska og tvö
glös.
„Hún hefir víst fengið sér snaps, sú gamla,“ hugsaði Herkúles.
Hann gekk að arninum og skoðaði allt sem vandlegast, til þess
að reyna að uppræta grunsemdir, sem kynnu að hafa vaknað í
huga konunnar, en hún stóð í sömu sporum, meðan athugun hans
fór fram og hafði ekki af honum augun.
„Af hverju komuð þér inn um gluggann?11 spurði konan skyndi-
iega.
„Okkur var skipað að gera athuganir utan húss sem innan,“
sagði Herkúles alvarlega-
8