Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Qupperneq 116
114
III.
Síðar um daginn kom Herkúles aftur til gistihússins, klæddur
eins og vanalega. Hann var í gráum fötum og þykkum vetrar-
frakka. Þegar hann steig fæti á neðsta þrep stigans kom Madame
Bonnefon auga á hann og sagði lágt:
„Það bíða tveir menn eftir yður uppi.“
„Tveir menn,“ endurtók hann undrandi. „Eg tók það skýrt fram
daginn, sem þér tókuð við stjórn hér, að engum skyldi — undir
neinum kringumstæðum, boðið inn til mín í fjarveru minni.“
„En þetta eru leynilögreglumenn. Þeir hafa stöðugt að kalla,
frá því þeir komu inn um klukkan tvö, verið að hringja og spyrja
um yður. Þeir segjast þurfa að ná tali af yður þegar í stað. Þeir
vildu fá að vita hvert þér hefðuð farið, en það gat eg vitanlega
ekki sagt þeim, herra Popeau.“
Madame Bonnefon yppti öxlum, en Herkúles hraðaði sér upp
til gesta sinna.
I íbúð hans beið sjálfur Jean Copain yfirmaður „La surete“
og ungur maður, sem Herkúles sá þegar, að ekki var Frakki.
„Kæri vin,“ sagði Herkúles, „mér er sönn ánægja að þessari
heimsókn.“
„Mig hefir allt af langað til að sjá nýju vistarveruna og nú lét
eg verða af því að koma, enda ráku atvikin mig nauðugan til að
fresta því ekki.“
Herkúles reyndi að komast að niðurstöðu um hvernig á þessari
heimsókn mundi standa. Hann furðaði sig meira á henni en hann
vildi við kannast. Hvað lá hér á bak við? Vafalaust eitthvað alvar-
legt. Og hver var þessi ungi maður ?
„Við ættum kannske að talast við í einrúmi?“ spurði Herkúles.
„Eg get sagt það sem eg þarf að segja, í viðurvist þessa pilts,
því að hann skilur ekki orð í frönsku,“ svaraði Jean Copain. „Hann
er frá Argentínu, vinnur hjá kjötsölufirma, og talar ensku vel “
Copain dró Herkúles með sér út að glugganum og talaði í hvísl-
ingum:
„Það, sem eg hefi að segja er, að eg hygg nátengt stúlkunni,
sem sagðist vera í hættu. Eg hefi víst ályktað skakt, að engin
hætta væri á ferðum. Og það er vel, að hún gerði tilraun til þess