Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Blaðsíða 120
118
finna stúlkuna og bjarga henni úr klóm lögráðanda hennar —
gætuð þér þá komið því til leiðar, að þið verðið gefin saman í
hjónaband þegar í stað? Hafið þér öll nauðsynleg gögn?“
„Vissulega! Öll mín skjöl eru í besta lagi. Auk þess viil svo til,
að sendiherra Argentínu er frændi minn og hann mun greiða fyrir
okkur.“
Við sjálfan sig sagði Herkúles:
„Fyrsta skrefið er að komast að því, hvort hjónin hérna og
stúlkan er fólk það, sem við erum að leita að- Þegar við höfum
sannfærst um það getum við látið til skarar skríða.“
Við gest sinn sagði hann svo vinsamlega, um leið og hann stóð
upp:
„1 fullu trausti þess, að eg geti orðið yður að liði, segi eg:
Verið vongóðir! Lítið á sjálfan yður sem gest minn sem stendur.
Það er þröngt í gistihúsinu eins og er, en vafalaust get eg fengið
yður einhverja vistarveru. Nú skuluð þér vera eins og heima hjá
yður í bili. Þarna er talsvert af enskum skáldsögum. Veljið yður
eina til lesturs, setjist við arininn, og efist ekki um, að allir erfið-
leikar eru brátt að baki.“
Pilturinn var svo feginn, að tárin komu fram í augu honum, og
hann ætlaði að fara að þakka Herkúlesi, en hann kom í veg fyrir
það og sagði:
„Eg má ekki eyða einni mínútu til ónýtis — ef eg gerði það. yrði
fuglinn kannske floginn — og erfiðara að handsama hann.“
Herkúles var í essinu sínu. Hann var í baráttuhug eins og forð-
um daga, þegar hann var upp á sitt bezta. Hann var ör í lund,
þessi stóri, sterki maður, og mjög tilfinninganæmur, eins og svo
margir samlandar hans, og það hafði sín áhrif á hann, að þetta
var „leikur“, sem tveir elskendur voru aðalpersónurnar í. En þeg-
ar hann nokkrum mínútum síðar gekk að ,,glerbúri“ því, sem Ma-
dame Bonnefon sat í í forsalnum, var hann mjög alvarlegur á
svip.
„Það er maður nokkur hér, sem bíður eftir yður, sagði hún.
Herkúles gekk til móts við lækninn, sem honum hafði verið
sendur til aðstoðar frá Surete.
„Yður ber að koma upp með mér,“ sagði Herkúles, ,,og bíða í
göngunum, þar til eg kalla á yður eða gef yður bendingu um að