Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 123
121
„Hvar er þriðja vegabréfið?“ spurði Herkúles hvasslega.
„Þriðja vegabréfið?“ endurtók maðurinn, eins og hann vissi ekki
hvaðan á sig stæði veðrið.
„Mér hefir skilist, að þér væruð hér á ferðalagi með konu yðar
og dóttur. Þetta er vegabréf yðar — og þetta vegabréf konu yðar.
Hvar er vegabréf dóttur yðar?“
„Eg vissi ekki, að þér vilduð einnig fá að sjá vegabréf hennar.“
„Heyrðuð þér ekki hvað eg sagði?“ sagði Herkúles ógnandi og
það var sem Varia kipraðist saman. Hann gekk að borði einu,
opnaði þar skúffu, og tók upp skjal og afhenti hinum óvelkomna
gesti sínum.
Herkúles þurfti ekki nema að líta í svip á vegabréfið til þess
að sjá, að þetta vegabréf var falsað — ef það hafði verið ófalsað
upphaflega — hafði því verið breytt. Þetta var vegabréf „Pepitu
Varia", sem var skráð sem dóttir Antonio og Maríu Varia, og var
aldur mærinnar talinn 17 ár “
„Hefir dóttir yðar farið út með móður sinni?“
Varia var það léttir að geta sagt, að svo væri.
„Þær fóru í Bon Marché verzlunina. Við ætlum að skilja dóttur
okkar eftir í París hjá vinum okkar. Það var ýmislegt, sem hana
vanhagaði um.“
Heyrn Herkúlesar var í bezta lagi og hann heyrði nú glöggt, að
einhver kom inn 1 hitt herbergið.
Nú létti honum mjög.
„Mæðgurnar munu vera komnar aftur,“ sagði hann.
„Leyfist mér að biðja yður að fara út í göngin úr þessari stofu?“
sagði Varia og opnaði dyrnar.
„Nei,“ sagði Herkúles ákveðinn. „Eg er smeykur um, að eg
verði að biðja yður að lofa mér að tala við þær mæðgur. Eg verð
að sannfærast um, að þetta sé vegabréf þeirra. Eg fer fram á þetta
samkvæmt þeim fyrirskipunum, sem mér hafa verið gefnar."
Varia svaraði engu, en fór sem skjótast inn í hitt herbergið og
sagði eitthvað á spönsku.
Nú svaraði konan, einnig á spönsku:
>,Eg get ekki séð, að þess sé nein þörf.“
„Það er nauðsynlegt, þótt það sé aðeins formsatriði.“
Og inn kom konan — og stúlkan á hælum hennar.