Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1977, Síða 125
123
„Hver er tilgangurinn með þessu?“
„Mér ber engin skylda til að svara spurningu yðar,“ svaraði
Herkúles kuldalega, „en eg get gjarnan sagt yður, að vegabréf
hennar er ekki í lagi — ef til vill falsað. I^æknir frá Surete er nú
að skoða stúlkuna og spyrja hana um hagi hennar og líðan alla.“
„Eg bið yður þess, herra minn,“ greip Madame Varia fram í
angistarlega, „að mér verði leyft að vera hjá dóttur minni. —
Sannleikurinn er sá, að —“
„Hvað?“
„Æ — trufluð á geðsmunum. Við komum með hana til Evrópu
í von um, að geta notið aðstoðar færari lækna en í Argentínu.“
„Mér hefir verið falið,“ sagði Herkúles af nístingskulda, „að
afla mér upplýsinga um Pepitu Exuvoro "
Konan rak upp veikt óp og leit í allar áttir, eins og til þess að
athuga, hvort auðnast mætti að flýja.
Herkúles gekk til dyra og sneri lyklinum í skránni. Því næst
gekk hann til hjónanna, sem litu nú út eins og dauðskelkaðir
glæpamenn, sem þau í reyndinni voru.
„Það er hyggilegast fyrir ykkur að bíða hér og forðast allar
æsingar."
Herkúles talaði hægt og rólega.
„Eg get engu lofað ykkur, en ef þið farið algerlega að mínum
ráðum skal eg reyna að sjá um, að hið svívirðilega brugg ykkar
komi ykkur ekki í koll — svo fremi, að eg sannfærist um, að þið
látið ykkur þessa reynslu ykkar að kenningu verða.“
Hann fór inn í hitt herbergið og læsti dvrunum á eftir sér og
stakk lyklinum í vasann.
Læknirinn sat hjá stúlkunni og hélt í hönd hennar. Hann þreif-
aði á slagæð hennar og horfði í andlit hennar, en nokkur roði var
nú hlaupinn í kinnar hennar, sem voru votar af tárum.
„Nú?“ spurði Herkúles áhyggjufullur.
„Hún hefir sagt mér furðulega, ótrúlega sögu. Sé alt satt, sem
hún segir, ætti að hengja þessi skötuhjú á gálga. Þau hafa komið
svo ómannúðlega fram við hana, að fá munu slíks dæmi.“
„Mundi það hafa ill áhrif á heilsu hennar, ef hún og unnusti
hennar væru gefin saman í hjónaband þegar í stað?“