Milli mála - 2022, Blaðsíða 16
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 15
Hvað varðar hugtakanotkun í rannsóknarverkefninu og í gögnum
útgefnum af forsvarsmönnum þess hefur heitið demolingüística orðið
fyrir valinu. Í þessu samhengi má benda á að á þessu sviði eru einn-
ig notuð hugtökin demografía lingüística, ‘lýðfræðileg málvísindi’,
og demografía de la lengua, ‘lýðfræði tungumálsins’. Í ensku, t.d. í
Kanada, er heitið demolinguistics almennt notað,14 í Ástralíu, Suður-
Afríku og á Indlandi hefur language demography orðið fyrir valinu, og
þriðja útgáfan demography of language kemur fyrir í skrifum belgíska
sérfræðingsins Verdoodt (1998). Ekki er um auðugan garð að gresja
þegar kemur að því að leita í hugtakasmiðju þessara fræða á Íslandi.
Í íslensku rannsókninni kom til greina að nota heitið málvísindaleg
lýðfræði og fylgja orðsmíði eins og félagsleg lýðfræði (Halldóra Lena
Christians 2022) eða félagslýðfræði (Erla S. Kristjánsdóttir, Inga
Minelgaite og Thora Christiansen 2019). Einnig kom til álita að nota
lýðfræðimálvísindi að fyrirmynd hugtaka eins og félagsmálvísindi þar
sem nálgunin í rannsókninni er á málvísindalegum nótum og varð
sú nafngift fyrir valinu.
Lýðfræðimálvísindi nýta sér tölfræðilegar upplýsingar lýðfræð-
innar. Hins vegar er það svo að manntöl og aðrar skráningar inni-
halda alla jafna ekki upplýsingar um þau tungumál sem skráðir
einstaklingar tala, en slíka vitneskju er helst að fá með sérsniðnum
könnunum og spurningalistum sem lagðir eru fyrir fólk. Það er í
rauninni æskilegasta aðferðin þar sem ekki er hægt að reiða sig á
að viðunandi niðurstöður fáist ef einungis er miðað við íbúatölu
ákveðins landsvæðis. Þetta er hins vegar afar kostnaðarsöm aðferð og
tímafrek þar sem nauðsynlegt er að fá hátt hlutfall íbúa til að taka
þátt í könnuninni eigi hún að vera marktæk.
Eins og á öðrum sviðum vísinda þá þurfa lýðfræðimálvísindi að
takast á við ýmsa kenningarlega og tæknilega annmarka ásamt því að
glíma við takmarkanir aðferðafræðilegs eðlis og við greiningu gagna
(Moreno Fernández 2014). Ef styðjast á við manntöl þegar afmarka á
íbúafjölda ákveðins svæðis vakna ýmsar spurningar, eins og t.d. hvort
gert sé ráð fyrir því að eldri borgarar dvelji á einu svæði hluta ársins
og öðru svæði hinn hluta þess, það er hvort þeir séu tvítaldir. Á að
telja þá einstaklinga sem dvelja til lengri tíma á ákveðnu svæði án
14 Í Quebec hafa hugtökin demolinguistique, démographie de la langue og démographie linguistique verið
notuð (Torres i Pla 2011, 184).
ERLA ERLENDSDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG NÚRIA JIMÉNEZ