Milli mála - 2022, Blaðsíða 44
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 43
enn fremur oft unnt að greina einhvers konar rökrétta röð: tímaröð,
röð fyrirbæra eða atvika, samanber orðapörin frá hvirfli til ilja, frá
toppi til táar, frá morgni til kvölds, frá vöggu til grafar. Orðapör af þessu
tagi spanna vítt merkingarsvið þar sem þau eru samsett úr tveimur
kjarnaorðum sem tilheyra sitthvorum enda ássins, þ.e. upphafi og
endi. Dæmi um andheiti í orðapörum eru eftirfarandi: háir og lágir,
súrt og sætt, ríkir og fátækir, í gleði og sorg, milli himins og jarðar, í blíðu
og stríðu. Þessi dæmi lýsa hlutverki og eiginleikum orðapara þar sem
sitthvort kjarnaorðið kemur fyrir í parinu. Þessu er á annan veg farið
hjá orðapörum þar sem sama kjarnaorðið kemur fyrir í báðum liðum,
þ.e. er endurtekið. Hlutverk þessara orðapara er nokkuð frábrugðið
hlutverki þeirra sem eru með tvö mismunandi kjarnaorð að því leyti
að hin fyrrnefndu eru notuð til að leggja áherslu á mál sitt, endurtaka
og undirstrika það sem verið er að tjá, þannig gegna þau stílfræðilegu
hlutverki. Eftirfarandi dæmi skýrir þetta hlutverk:
(4) Það var mikill mannfjöldi á torginu.
(5) Það var maður við mann á torginu.
Merking setninga (4) og (5) er að margt hafi verið um manninn á
torginu en setning (5) lýsir á áhrifameiri og myndrænni hátt að fjöldi
manns hafi verið samankominn á torginu.
Eins og áður sagði eru orðapör notuð sem eitt orð í tungumálinu.
Komi þau fyrir sem frumlag, sem gerist sjaldan, er notuð eintölu-
mynd sagnarinnar (Müller 2009). Til skýringar má nefna eftirfarandi
dæmi úr þýsku: Haus und Hof ist en ekki Haus und Hof sind. Sögnin
‚sein‘ er notuð í eintölu. Müller bendir einnig á að þegar forsetning sé
hluti af orðapari komi hún aðeins einu sinni fyrir, samanber: gegnum
þykkt og þunnt, ekki *gegnum þykkt og gegnum þunnt, og það undirstriki
eðli orðapara sem ígildi orða (sjá einnig Almela Pérez 2006; Luque
Nadal 2017).
Müller hefur fjallað sérstaklega um orðapör og notkun þeirra í
þýsku. Hann bendir á þá staðreynd að ekki sé til neinn tæmandi listi
yfir öll orðapör þýskrar tungu3. Ástæðan sé sú að þau komi fyrir á
mismunandi stöðum, bókmenntatextum og textum af ýmsu tagi,
3 Þess má geta að vísir að lista yfir orðapör er til hjá Hofmeister (2010). Hann er hins vegar ekki
tæmandi.
ERLA ERLENDSDÓTTIR OG ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR