Milli mála - 2022, Síða 74
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 73
„car“ nákvæmlega jafn „rétt“ – eða „röng“ – orðnotkun. Öll orðin
eru fengin að láni úr öðrum tungumálum, ólíkt alíslenska orðinu
„bifreið“.
Nafnorðið „borðið“ og sögnin „að borða“ taka á sig óvæntar birt-
ingarmyndir í vesturíslensku og Káinn beitir þeim af þó nokkrum
stráksskap. Í kvæðinu „Dýrtíð“ kvartar hann (1920, 127) um að það sé
„dýrt að deyja / en dýrara þó að lifa. / Býsna dýrt er borðið / og bjórinn
hjá honum Sveini; / dýrt er drottins orðið / og dýrt að fara á „train“-i“.
Káinn setur engar gæsalappir utan um „borðið“ til að vara íslenska
lesendur, sem eru ólæsir á vesturíslensku, við því að þarna sé um að
ræða allt aðra merkingu en þeir eigi að venjast um húsgagnið „borð“.
Richard Beck (1945, 100) útskýrir aftur á móti í sinni útgáfu að þarna
þýði „borðið“ að vera í fæði hjá einhverjum. Merking ensku sagnar-
innar „to board“ og nafnorðsmyndin „board“ er yfirfærð á íslensku
sögnina „að borða“ og nafnorðið „borð“ og þessum ólíku orðum er
gefin samstofna merking þannig að til verður þessi hnyttna viðbót.
Ekki er síður skondin samsetningin um að sjá um eigið fæði,
sem Káinn tekur upp með sérstökum hætti. Samkvæmt Guðmundi
Jónssyni frá Húsey hljómaði það svona á vesturíslensku: „Þú getur
verið á bordingshúsinu (boarding house) eða borðað þig sjálfur“ (Stefán
Einarsson 1937, 22). Þarna er sem sagt komin skýring á afskaplega
sérkennilegri sjálfslýsingu Sáms frá Urðarbæli í bragnum „Flutt á
samkomu í Duluth“, en hann segir m.a.: „Ég sýndi þá alíslenzkt
sálarþrek og dug, / sjálfan mig að eta datt mér strax í hug“ (Beck
1945, 46). Káinn setur ekki gæsalappir á orðalagið „sjálfan mig að
eta“, ókunnugum Íslendingum til glöggvunar á að þarna sé vikið frá
viðtekinni merkingu orðanna, og Richard Beck gefur heldur ekki
neina skýringu, þótt til þess sé ærin ástæða.
Reyndar er þessi bragur frávikið sem sannar að glettni Káins var
ekki alltaf góðlátleg. Sámur frá Urðarbæli kemur ungur, mállaus,
vinalaus, allslaus og utanveltu frá Íslandi og má í fyrstu ekki vamm
sitt vita en ákveður svo að verða ríkur og hugsar þá um það eitt
að græða. Hann safnar sér fé með nísku, sníkjum og þjófnaði: með
„kunst „on the sly““ krækir hann sér „í „pie““ og í skugga nætur
stelur hann jafnvel sláturúrgangi sem er ætlaður til að gefa fátækum:
„á kvöldin og nóttunni kem eg þar við, / er „kill“-a þeir „pigga“
og lömb. / Og garnir og rusl, sem þeir gefa þeim „poor“u / er gott
GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR