Milli mála - 2022, Blaðsíða 74

Milli mála - 2022, Blaðsíða 74
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 73 „car“ nákvæmlega jafn „rétt“ – eða „röng“ – orðnotkun. Öll orðin eru fengin að láni úr öðrum tungumálum, ólíkt alíslenska orðinu „bifreið“. Nafnorðið „borðið“ og sögnin „að borða“ taka á sig óvæntar birt- ingarmyndir í vesturíslensku og Káinn beitir þeim af þó nokkrum stráksskap. Í kvæðinu „Dýrtíð“ kvartar hann (1920, 127) um að það sé „dýrt að deyja / en dýrara þó að lifa. / Býsna dýrt er borðið / og bjórinn hjá honum Sveini; / dýrt er drottins orðið / og dýrt að fara á „train“-i“. Káinn setur engar gæsalappir utan um „borðið“ til að vara íslenska lesendur, sem eru ólæsir á vesturíslensku, við því að þarna sé um að ræða allt aðra merkingu en þeir eigi að venjast um húsgagnið „borð“. Richard Beck (1945, 100) útskýrir aftur á móti í sinni útgáfu að þarna þýði „borðið“ að vera í fæði hjá einhverjum. Merking ensku sagnar- innar „to board“ og nafnorðsmyndin „board“ er yfirfærð á íslensku sögnina „að borða“ og nafnorðið „borð“ og þessum ólíku orðum er gefin samstofna merking þannig að til verður þessi hnyttna viðbót. Ekki er síður skondin samsetningin um að sjá um eigið fæði, sem Káinn tekur upp með sérstökum hætti. Samkvæmt Guðmundi Jónssyni frá Húsey hljómaði það svona á vesturíslensku: „Þú getur verið á bordingshúsinu (boarding house) eða borðað þig sjálfur“ (Stefán Einarsson 1937, 22). Þarna er sem sagt komin skýring á afskaplega sérkennilegri sjálfslýsingu Sáms frá Urðarbæli í bragnum „Flutt á samkomu í Duluth“, en hann segir m.a.: „Ég sýndi þá alíslenzkt sálarþrek og dug, / sjálfan mig að eta datt mér strax í hug“ (Beck 1945, 46). Káinn setur ekki gæsalappir á orðalagið „sjálfan mig að eta“, ókunnugum Íslendingum til glöggvunar á að þarna sé vikið frá viðtekinni merkingu orðanna, og Richard Beck gefur heldur ekki neina skýringu, þótt til þess sé ærin ástæða. Reyndar er þessi bragur frávikið sem sannar að glettni Káins var ekki alltaf góðlátleg. Sámur frá Urðarbæli kemur ungur, mállaus, vinalaus, allslaus og utanveltu frá Íslandi og má í fyrstu ekki vamm sitt vita en ákveður svo að verða ríkur og hugsar þá um það eitt að græða. Hann safnar sér fé með nísku, sníkjum og þjófnaði: með „kunst „on the sly““ krækir hann sér „í „pie““ og í skugga nætur stelur hann jafnvel sláturúrgangi sem er ætlaður til að gefa fátækum: „á kvöldin og nóttunni kem eg þar við, / er „kill“-a þeir „pigga“ og lömb. / Og garnir og rusl, sem þeir gefa þeim „poor“u / er gott GUÐRÚN BJÖRK GUÐSTEINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.