Milli mála - 2022, Side 93

Milli mála - 2022, Side 93
MILLI MÁLA 92 Milli mála 14/2/2022 það er „að mestu leyti bókmenntalegar, sviðsettar eða kvikmyndaðar endurskapanir á ævi raunverulegra einstaklinga sem voru uppi á hinni löngu nítjándu öld, þar sem þeir eru í aðal- eða meðhlut- verki í textanum sem og miðja frásagnarinnar“.31 Kent segir sjálf að Náðarstund sé „tilgátuævisaga“ en ekki söguleg skáldsaga, það er að segja „ekki lokaútgáfa sögunnar á nokkurn hátt heldur tillaga að lífi eins og því kann að hafa verið lifað“.32 Hins vegar er sögulega skáld- sagan, í víðu samhengi, ekki lokaútgáfa sögunnar, heldur í rauninni skálduð útgáfa af lífshlaupi eða atburðum í fortíðinni, þótt hún sé byggð á þekktum staðreyndum úr sögunni.33 Hið sama gildir um síð-viktorísku skálduðu ævisöguna.34 Í rannsókn og mótun á tilgátuævisögu sinni um Agnesi studdist Kent við ritaðar heimildir tengdar dómsmáli Agnesar og fangavist hennar. Þetta eru t.d. dómskjöl, kirkjubækur, eignaskrár og bréf frá sýslumanninum Birni Blöndal. Eðli málsins samkvæmt eru áreiðan- legar heimildir um hið raunverulega líf Agnesar litlar sem engar. Ekki er vitað nákvæmlega hvernig hversdeginum var varið, hvað fólk ræddi sín á milli eða hver voru smáatriðin í daglegu lífi bænda og fátæks þjónustuliðs þeirra. Hinar raunverulegu tilfinningar Agnesar 31 Kohlke, „Neo-Victorian Biofiction“, 4. 32 „Hannah Kent Discusses Burial Rites and Speculative Biography“. 33 Sir Walter Scott (1771–1832) er af mörgum álitinn upphafsmaður sögulegu skáldsögunnar sem eiginlegrar bókmenntategundar, en þá hugmynd má rekja til kenninga ungverska fræðimannsins Georg Lukács sem árið 1937 hampaði Scott fyrir að kynna nýja tegund sögulegs raunsæis í fyrstu skáldsögu sinni, Waverley (1814). Scott var fyrsti rithöfundurinn sem sá eiginleika samtíðar sinnar í sögulegu samhengi, segir Lukács (The Historical Novel, 20), og skáldleg meðferð hans á sögulegum atburðum hafði mikil áhrif á aðra höfunda, t.d. Honoré de Balzac og Leo Tolstoy. Sögulega skáld- sagan hefur þróast og breyst gegnum tíðina og Diana Wallace fjallar t.d. á ítarlegan hátt um hvernig hún varð að kvennabókmenntum á tuttugustu öld í The Woman’s Historical Novel: British Women Writers, 1900–2000 (2005). Vinsældir og vegsemd sögulegu skáldsögunnar hafa einnig aukist til muna á þessari öld í samanburði við þá tuttugustu. Jerome de Groot sýnir fram á hversu fjölbreytt sögulega skáldsagan er og kallar hana „blending“, því hér sé um að ræða sögur úr for- tíðinni sem falli undir margar skilgreiningar, svo sem glæpasögur, spennusögur, hryllingssögur og fantasíur, og umfjöllunarefnin sem og sagnaformin séu nánast óþrjótandi (de Groot, The Historical Novel, 2). 34 Síð-viktorískar skáldaðar ævisögur eru líka undirtegund þeirrar gerðar sögulegra skáldsagna sem almennt eru kallaðar skáldaðar ævisögur („biofiction“ á ensku) og hafa síðustu ár verið í auknum mæli umfjöllunarefni fræðimanna (sjá t.d. nýjustu bók Michael Lackey, Biofiction: An Introduction). Ariella Van Luyn fjallar um Náðarstund og Alias Grace eftir Margaret Atwood og ræðir siðferðileg álitamál þess að skrifa skáldaðar ævisögur um konur sem drýgðu glæpi í fortíðinni. Hún heldur því fram að slíkar konur séu berskjaldaðar af því að þær séu dánar og þ.a.l. ófærar um að gefa samþykki sitt fyrir slíkri meðferð. Því beri við slík skrif að líta til margvíslegra þátta, s.s. hversu áreiðanlegar heimildir um konurnar og gjörðir þeirra séu. Sjá Van Luyn, „In(famous subjects“, 67–70. „TILLAGA AÐ LÍFI“ : UM ÖRLÖGIN Í NORÐRINU OG ENDURSKÖPUN AGNESAR Í NÁÐARSTUND EFTIR HÖNNUH KENT 10.33112/millimala.14.1.5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.