Milli mála - 2022, Page 102

Milli mála - 2022, Page 102
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 101 dæmdur glæpamaður er hálshöggvinn.59 Agnes stendur í skugga dauðans sem fylgist með henni og bíður, sýnir enga miskunn. Líkt og gefið er í skyn hér, þá er hin falska tilfinning Agnesar fyrir afléttingu dauðadómsins gerð að engu í næsta kafla er Steina segir henni að sýslumaður hafi farið fram á áfrýjun fyrir Siggu, sem er mun yngri samsæriskona Agnesar, en að slík áfrýjun komi ekki til greina fyrir Agnesi. Hér, líkt og á mörgum öðrum stöðum í sögunni, er veðrið notað til að undirstrika aðstæður aðalsöguhetjunnar eða hugarástand, þar sem Agnes hnígur niður á árbakkann og starir sljóum augum yfir ána í losti eftir fréttir Steinu: „Í þessum svifum lukust dökk skýin upp og skyndileg, ísköld demba kaffærði konurnar tvær“ (136). Þó að allir staðirnir sem koma við sögu einkennist af hinum erfiðu norðlægu veðurskilyrðum og fólk búi þar oft við einangraðar og jafnvel lífshættulegar aðstæður, þá er Vatnsdalnum lýst sem hlýlegum stað, sérstaklega á sumrin. Það er því greinilegt að Kent kynnir dalinn sem andstæðu við aðra staði sem Agnes dvelur á, sér í lagi Illugastaði sem standa við opið haf og eru harðneskjulegir, stór- skornir og fráhrindandi. Hér er glæpurinn framinn og Agnes gengur í gegnum mikla erfiðleika og ógæfu, og því passar það vel við að á Illugastöðum sé ískyggilegt andrúmsloft og óblíð skilyrði. Agnes segir svo frá: „Illugastaðir eru á jaðri veraldar, næstum því að segja“ og allt er þar „ólíkt dalnum“ (236), og svo: Jörðin er varla meira en fjallsrót og flæðarmál. Hún er dálítið nes með grýttu undirlendi sem á er eitt eða tvö slétt tún sem af fæst fóður til vetrarins en annars er allt eintómt grjót kafið sjálfsprottnu grasi. Möl er í fjörunni og ógnarflækjur af þangi fljóta á víkinni eins og hárflóki sjódauðra. […] Á björtum degi er staðurinn fagur en annars er allt eins þrúgandi og grafartekt í rigningu. Sjávarþoka plagar staðinn. (239, mín skáletrun) Líkt og Ayuningtyas staðhæfir, þá ríkir „óhugnanlegt andrúmsloft“ á Illugastöðum.60 Þær myndir sem birtast í þessari tilvitnun („hárf- lóki sjódauðra“ og „grafartekt“) draga fram hughrif um hið ókenni- lega, hryllilega og eyðilega. Slík stemning rímar augljóslega við og segir fyrir um bæði morðin og þá erfiðleika sem Agnes gengur í 59 Á ensku segir: „the cut grass makes a gasping sound“ sem hér er þýtt sem „grasið sýpur hveljur“. Tengingin við aftöku á höggstokk er skýr í báðum tilfellum. Sjá Kent, Burial Rites, 103. 60 Ayuningtyas, „Deconstructing the Stereotype of Women“, 77. INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.