Milli mála - 2022, Page 107
MILLI MÁLA
106 Milli mála 14/2/2022
Aftur er vindinum lýst sem náttúruafli sem reynist Agnesi ofviða,
og almennt endurspeglast megin minni sögunnar hér: hvernig vetur
og snjór tengjast þjáningu og dauða á meðan landslagið, náttúran og
veðurfarið eru óhagganleg öfl sem móta dauðlegar manneskjur og
lífshlaup þeirra.
Í lýsingu Kent á lífshlaupi Agnesar í Náðarstund eru landslag,
náttúra og árstíðir því afar mikilvæg. Hér sér lesandinn hið kulda-
lega Norður þar sem dauðinn sækir Agnesi að lokum og hún verður
sannarlega hluti af landslaginu. Lesandinn skynjar einnig grimmd
örlaganna, sem í sögunni birtist sérstaklega í merkingarþrungnum
draumum og fyrirboðum. Þetta rímar að mörgu leyti við hefðir inn-
an íslenskra bókmennta og þjóðtrúar, en þar má t.d. nefna mikilvægi
drauma Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Einnig er mikilvægt
að hröfnum er lýst sem bæði fróðum verum og illum fyrirboðum,
en í íslenskum þjóðsögum tákna þeir fyrst og fremst dauða en eru
tákn visku og spádóms í heiðnum sið.66 Þannig eru þeir „[g]rimmir
fuglar, hrafnarnir, en vitrir“ í Náðarstund, eins og Agnes kemst að orði
(47), og þeir geta spáð fyrir um dauða fólks, eins og þegar hrafninn
„settist á gaflburstina, skók gogg sinn í átt að bænum á Bakka og
lítill drengur drukknaði síðar í vikunni“ (48). Enn fremur dreymir
Natan drauma sem augljóslega spá fyrir um dauða hans, og draumar
Agnesar sjálfrar eru lýsandi og segja frá óorðnum hlutum líkt og
þegar hana dreymir fyrir sínum eigin yfirvofandi dauða og því hvern-
ig blóð hennar mun vætla um höggstokk böðulsins (128–129). Þegar
hún er sextán ára dreymir hana sérlega skýran draum um að vera ber-
fætt á göngu í snæviþöktu hrauni.67 Leiðarstefi sögunnar um örlögin
í landslaginu, kuldanum og norðlægri auðninni er hér skeytt saman
við minnið um drauma og fyrirboða. Draumurinn sjálfur segir fyrir
um þátt prestsins í aftöku Agnesar, stuðninginn og huggunina sem
66 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, „Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?“
67 Draumur þessi byggir á heimildum: í Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjúlf Jónsson
segir að Agnesi hafi dreymt þennan draum, og einnig er sagt frá honum í bók Guðlaugs
Guðmundssonar, Enginn má undan líta. Þó eru lýsingar ekki alveg eins og í Náðarstund því í
hvorugri frásögn er minnst á hraun, heldur gengur Agnes í draumnum „alein og berfætt um
klakaða eyðimörk“ (Brynjúlfur Jónsson, Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, 118) og „ein og
berfætt yfir snævi þakta auðn“ (Guðlaugur Guðmundsson, Enginn má undan líta, 31). Því er
hraunið greinilega skálduð viðbót Kent í því augnamiði að gera myndmálið varðandi lífshlaup og
örlög Agnesar skýrara og meira afgerandi.
„TILLAGA AÐ LÍFI“ : UM ÖRLÖGIN Í NORÐRINU OG ENDURSKÖPUN AGNESAR Í
NÁÐARSTUND EFTIR HÖNNUH KENT
10.33112/millimala.14.1.5