Milli mála - 2022, Blaðsíða 107

Milli mála - 2022, Blaðsíða 107
MILLI MÁLA 106 Milli mála 14/2/2022 Aftur er vindinum lýst sem náttúruafli sem reynist Agnesi ofviða, og almennt endurspeglast megin minni sögunnar hér: hvernig vetur og snjór tengjast þjáningu og dauða á meðan landslagið, náttúran og veðurfarið eru óhagganleg öfl sem móta dauðlegar manneskjur og lífshlaup þeirra. Í lýsingu Kent á lífshlaupi Agnesar í Náðarstund eru landslag, náttúra og árstíðir því afar mikilvæg. Hér sér lesandinn hið kulda- lega Norður þar sem dauðinn sækir Agnesi að lokum og hún verður sannarlega hluti af landslaginu. Lesandinn skynjar einnig grimmd örlaganna, sem í sögunni birtist sérstaklega í merkingarþrungnum draumum og fyrirboðum. Þetta rímar að mörgu leyti við hefðir inn- an íslenskra bókmennta og þjóðtrúar, en þar má t.d. nefna mikilvægi drauma Guðrúnar Ósvífursdóttur í Laxdælu. Einnig er mikilvægt að hröfnum er lýst sem bæði fróðum verum og illum fyrirboðum, en í íslenskum þjóðsögum tákna þeir fyrst og fremst dauða en eru tákn visku og spádóms í heiðnum sið.66 Þannig eru þeir „[g]rimmir fuglar, hrafnarnir, en vitrir“ í Náðarstund, eins og Agnes kemst að orði (47), og þeir geta spáð fyrir um dauða fólks, eins og þegar hrafninn „settist á gaflburstina, skók gogg sinn í átt að bænum á Bakka og lítill drengur drukknaði síðar í vikunni“ (48). Enn fremur dreymir Natan drauma sem augljóslega spá fyrir um dauða hans, og draumar Agnesar sjálfrar eru lýsandi og segja frá óorðnum hlutum líkt og þegar hana dreymir fyrir sínum eigin yfirvofandi dauða og því hvern- ig blóð hennar mun vætla um höggstokk böðulsins (128–129). Þegar hún er sextán ára dreymir hana sérlega skýran draum um að vera ber- fætt á göngu í snæviþöktu hrauni.67 Leiðarstefi sögunnar um örlögin í landslaginu, kuldanum og norðlægri auðninni er hér skeytt saman við minnið um drauma og fyrirboða. Draumurinn sjálfur segir fyrir um þátt prestsins í aftöku Agnesar, stuðninginn og huggunina sem 66 Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, „Getið þið sagt mér einhverjar þjóðsögur um hrafninn?“ 67 Draumur þessi byggir á heimildum: í Sögu Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjúlf Jónsson segir að Agnesi hafi dreymt þennan draum, og einnig er sagt frá honum í bók Guðlaugs Guðmundssonar, Enginn má undan líta. Þó eru lýsingar ekki alveg eins og í Náðarstund því í hvorugri frásögn er minnst á hraun, heldur gengur Agnes í draumnum „alein og berfætt um klakaða eyðimörk“ (Brynjúlfur Jónsson, Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu, 118) og „ein og berfætt yfir snævi þakta auðn“ (Guðlaugur Guðmundsson, Enginn má undan líta, 31). Því er hraunið greinilega skálduð viðbót Kent í því augnamiði að gera myndmálið varðandi lífshlaup og örlög Agnesar skýrara og meira afgerandi. „TILLAGA AÐ LÍFI“ : UM ÖRLÖGIN Í NORÐRINU OG ENDURSKÖPUN AGNESAR Í NÁÐARSTUND EFTIR HÖNNUH KENT 10.33112/millimala.14.1.5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.