Milli mála - 2022, Síða 116

Milli mála - 2022, Síða 116
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 115 Arnór Ingi Hjartarson Háskóla Íslands Laumast út um bakdyrnar Höfundur og sköpulag konunnar í A hora da estrela eftir Clarice Lispector1 „Ég sver að þessi bók er sett saman án orða. Hún er þögul ljósmynd. Þessi bók er þögnin sjálf. Þessi bók er spurning.“2 Hér mælir sögumaður skáldsögunnar A hora da estrela (1977), sem kalla má Stund stjörnunnar á íslensku, eftir brasilíska rithöfundinn Clarice Lispector. Kannski mætti ætla að allar bækur séu spurningar, en þeim er alla jafna einnig mætt með ákveðinni kröfu um að þær feli í sér svör og jafnvel að höfundur sögunnar hafi þau á reiðum höndum, þótt hann kunni að halda þeim þétt að sér. Oft er það vissulega lesandinn sem leitar uppi svörin, ljáir þau verkinu eða skapar merkinguna sjálfur. Stundum er honum sýnd en ekki gefin veiðin. Í tileinkun höfundarins (í raun og veru Clarice Lispector – eins og tekið er fram innan sviga) segir: „Þetta er ókláruð bók því hana skortir svar. Svar sem einhver í heiminum gæti gefið mér. Þér?“3 1 Dag nokkurn fyrir ekki margt löngu fékk ég óvæntan tölvupóst frá Ástráði Eysteinssyni, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, alla leið frá útlöndum og innihélt hann ljósmynd af fyrstu síðu Stundar stjörnunnar, en ég hafði hvorki komist í kynni við Clarice Lispector né þessa stórmerkilegu skáldsögu. Kann ég Ástráði bestu þakkir fyrir að hafa opnað fyrir mér þær dyr og ekki síður fyrir yfirlestur, umræður og ráðgjöf við ritun þessarar greinar. Einnig ber að þakka nafn- lausum ritrýnum á vegum tímaritsins Milli mála fyrir góðan og gagnlegan lestur. 2 Lispector, Hour of the Star, 8. Hér eftir verður vísað til þessarar útgáfu bókarinnar með blaðsíðutali innan sviga. Ég hef íslenskað tilvitnanir úr millimálinu, ensku, og þó með frummálið til hlið- sjónar. A hora da estrela var upphaflega gefin út árið 1977, skömmu áður en höfundurinn lést, og hefur sagan í tvígang verið þýdd á ensku, fyrst árið 1922 af Giovanni Pontiero og síðar árið 2011 af Benjamin Moser. Sá síðarnefndi ritaði nýlega ævisögu Lispector, Why This World. A Biography of Clarice Lispector, og hefur komið að fjölda þýðinga á verkum hennar sem þýðandi og ritstjóri. Hér verður fyrst og fremst stuðst við þýðingu hans á verkinu. 3 Lispector, Hour of the Star, xvi. Einhverjum kann að þykja þessi þérun þarna í lokin einkennileg, en á frummálinu hljóðar þetta svo: „Esta história acontece em estado de emergência e de calami- dade pública. Trata-se de livro inacabado porque lhe falta resposta. Resposta esta que alguém no mundo ma dê. Vós?“ Vissulega hefði ég getað haldið mig hér nær ensku þýðingu Mosers (og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.