Milli mála - 2022, Síða 117

Milli mála - 2022, Síða 117
MILLI MÁLA 116 Milli mála 14/2/2022 Í Stund stjörnunnar virðist frásögnin sögumanninum jafn ókunnugleg og lesandanum. „Eitt veit ég fyrir víst, þessi frásögn mun takast á við viðkvæmt mál: sköpun heillar persónu sem er jafn lifandi og ég sjálf- ur“ (11). Fyrir utan þá glettni sem lýsir stöðu sögumannsins sjálfs sem persónu í skáldverki birtist í þessum orðum einnig ákveðin mynd af foreldrahlutverkinu, sem er ein hlið á verkinu öllu og tvinnast saman við höfundarhlutverkið, skáldskap og sköpun; að skapa einstakling sem er spurning í eðli sínu, óskrifað blað og viðkvæmt viðfangsefni, eins konar spámennska. Hold af holdi móður og föður en samt eitt- hvað annað. Er ekki gjarnan talað um ritferlið sem meðgöngutíma skáldverka? Þá er höfundurinn óléttur af sköpunarverki sínu þar til það kemur í heiminn, ekki fullmótað heldur kvik og lifandi spurning sem lesandinn fær í fangið og ljær líf utan móðurkviðs. „Hugsaðu vel um hana því það eina sem ég get gert er að sýna þér hana svo að þú þekkir hana á götu úti, þar sem hún stígur létt til jarðar því hún er svo titrandi grönn“ (11). Í þessari grein mun ég takast á við síðustu skáldsöguna sem Lispector birti á meðan hún lifði, A hora da estrela, eða Stund stjörnunnar.4 Verk sem kalla mætti sjálflýsandi skáldsögu, sjálfsögu eða „sögusögn“5 sem tekst beinlínis á við eigin tilurð. Þetta er saga af sögu, því að eitt helsta sköpunarverk Lispector er sögumaðurinn Rodrigo S.M. sem gerist höfundur og skapar persónuna Macabéu og um leið sjálfan sig. Því mætti jafnvel tala um eins konar sköpunar- sögu. Hér verður rýnt í „karlhöfundinn“ innan sögunnar og sköpun raunar þýðingu Pontieros líka) sem nota orðið „you“, sem fangar vissulega eintölu og fleirtölu lesanda/lesenda en glatar að einhverju leyti þessu formlega ávarpi sem beinist svo gjarnan til almættisins, skaparans. Raunar lýkur tileinkun höfundarins á kristna lokaorðinu sjálfu, „Amen fyrir okkur öllum“, og mætti halda að þar sé talað til okkar allra, höfundar, lesenda, sögumanns, persóna, jafnvel heimsins í heild sinni. 4 Raunar vakna efasemdir um hvort skáldsögu skyldi kalla eða nóvellu eða jafnvel langa smásögu. Ef horft er til lengdarmarka, eins og gjarnan er gert við aðgreiningu á þessum bókmenntagreinum, þá er heldur erfitt að smella skáldsögustimplinum á Stund stjörnunnar, sem er ekki nema rúmar sjötíu síðar að lengd, og því kannski eðlilegast að tala um nóvellu. En þrátt fyrir „smæðina“, frekar afmarkaðan söguheim, leikræna framsetningu og tiltölulega fáar persónur má segja að þetta verk þenjist út á mjög marga vegu og ögri hefðbundum hugmyndum um hið knappa form. Örðugleikar við að skilgreina þessa skáldsögu sem slíka vekja upp forvitnilegar vangaveltur um hversu erfitt er í raun að henda reiður á frásögn og allri formgerð þessa verks. Þessi skilgreiningarvandi er satt að segja verðugt umfjöllunarefni í sjálfu sér, en sú umræða rúmast ekki hér og bíður betri tíma. 5 Vert er að benda á mjög fróðlega umræðu um hugtakaflóruna í kringum sjálfsmeðvitaðan skáld- skap eða metafiction í nýlegri bók Jóns Karls Helgasonar, Sögusagnir. Þrjú tímamótaverk og einu betur, sér í lagi bls. 31–60. LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR 10.33112/millimala.14.1.6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.