Milli mála - 2022, Qupperneq 117
MILLI MÁLA
116 Milli mála 14/2/2022
Í Stund stjörnunnar virðist frásögnin sögumanninum jafn ókunnugleg
og lesandanum. „Eitt veit ég fyrir víst, þessi frásögn mun takast á við
viðkvæmt mál: sköpun heillar persónu sem er jafn lifandi og ég sjálf-
ur“ (11). Fyrir utan þá glettni sem lýsir stöðu sögumannsins sjálfs sem
persónu í skáldverki birtist í þessum orðum einnig ákveðin mynd af
foreldrahlutverkinu, sem er ein hlið á verkinu öllu og tvinnast saman
við höfundarhlutverkið, skáldskap og sköpun; að skapa einstakling
sem er spurning í eðli sínu, óskrifað blað og viðkvæmt viðfangsefni,
eins konar spámennska. Hold af holdi móður og föður en samt eitt-
hvað annað. Er ekki gjarnan talað um ritferlið sem meðgöngutíma
skáldverka? Þá er höfundurinn óléttur af sköpunarverki sínu þar til
það kemur í heiminn, ekki fullmótað heldur kvik og lifandi spurning
sem lesandinn fær í fangið og ljær líf utan móðurkviðs. „Hugsaðu vel
um hana því það eina sem ég get gert er að sýna þér hana svo að þú
þekkir hana á götu úti, þar sem hún stígur létt til jarðar því hún er
svo titrandi grönn“ (11).
Í þessari grein mun ég takast á við síðustu skáldsöguna sem
Lispector birti á meðan hún lifði, A hora da estrela, eða Stund
stjörnunnar.4 Verk sem kalla mætti sjálflýsandi skáldsögu, sjálfsögu
eða „sögusögn“5 sem tekst beinlínis á við eigin tilurð. Þetta er saga
af sögu, því að eitt helsta sköpunarverk Lispector er sögumaðurinn
Rodrigo S.M. sem gerist höfundur og skapar persónuna Macabéu og
um leið sjálfan sig. Því mætti jafnvel tala um eins konar sköpunar-
sögu. Hér verður rýnt í „karlhöfundinn“ innan sögunnar og sköpun
raunar þýðingu Pontieros líka) sem nota orðið „you“, sem fangar vissulega eintölu og fleirtölu
lesanda/lesenda en glatar að einhverju leyti þessu formlega ávarpi sem beinist svo gjarnan til
almættisins, skaparans. Raunar lýkur tileinkun höfundarins á kristna lokaorðinu sjálfu, „Amen
fyrir okkur öllum“, og mætti halda að þar sé talað til okkar allra, höfundar, lesenda, sögumanns,
persóna, jafnvel heimsins í heild sinni.
4 Raunar vakna efasemdir um hvort skáldsögu skyldi kalla eða nóvellu eða jafnvel langa smásögu.
Ef horft er til lengdarmarka, eins og gjarnan er gert við aðgreiningu á þessum bókmenntagreinum,
þá er heldur erfitt að smella skáldsögustimplinum á Stund stjörnunnar, sem er ekki nema rúmar
sjötíu síðar að lengd, og því kannski eðlilegast að tala um nóvellu. En þrátt fyrir „smæðina“,
frekar afmarkaðan söguheim, leikræna framsetningu og tiltölulega fáar persónur má segja að þetta
verk þenjist út á mjög marga vegu og ögri hefðbundum hugmyndum um hið knappa form.
Örðugleikar við að skilgreina þessa skáldsögu sem slíka vekja upp forvitnilegar vangaveltur um
hversu erfitt er í raun að henda reiður á frásögn og allri formgerð þessa verks. Þessi
skilgreiningarvandi er satt að segja verðugt umfjöllunarefni í sjálfu sér, en sú umræða rúmast ekki
hér og bíður betri tíma.
5 Vert er að benda á mjög fróðlega umræðu um hugtakaflóruna í kringum sjálfsmeðvitaðan skáld-
skap eða metafiction í nýlegri bók Jóns Karls Helgasonar, Sögusagnir. Þrjú tímamótaverk og einu betur,
sér í lagi bls. 31–60.
LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR
10.33112/millimala.14.1.6