Milli mála - 2022, Side 122

Milli mála - 2022, Side 122
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 121 mannverum til menningar og lögbundins samfélags. Jafnframt grefur þó skáldskapur sífellt undan áreiðanleika þessa miðils; dregur tákn- kerfi hans í efa, bregður á leik með það,“18 segir Ástráður Eysteinsson og beinir sjónum að tungumálinu sem efniviði og miðli skáldskapar sem og veruleika í afar forvitnilegu, dýnamísku og stundum írónísku sambandi. „Já, en ekki gleyma því að til þess að skrifa verð ég að nota orðið sem meginefnivið. Og þess vegna verður þessi saga búin til úr orðum sem safnast saman í málsgreinar og síðan stafar af þeim dulin merking sem býr handan við orð og setningar“ (6). Hér rímar skáldskapurinn við sköpun alheimsins, við samslátt sameinda, sam- einingu orða þar til merkingin brýst fram, sem þó liggur handan við miðilinn, tungumálið. Höfundurinn lítur heiminn augum, skyggnist handan við ásýnd hlutanna og dregur fram í texta sinn eitthvað dulið. Sköpunin er Rodrigo ekki auðveld, hann hefur gengið með þessa sögu í maganum í dágóðan tíma, hún hrjáir hann eins og þrálátur tannverkur; sögunni fylgir stöðugur trommuþytur sem hljóðnar þó um leið og hann skrifar. „Nei, það er ekki auðvelt að skrifa. Það er jafn erfitt og að brjóta steina. En það gneistar af og flísarnar fljúga eins og leiftrandi stál (10),“ segir sögumaður sem veltir í sífellu fyrir sér hvers vegna hann skrifi, hvað hann ætli að skrifa og hvernig. „Og það er þegar ég hugleiddi að skrifa um raunveruleikann, þar sem raunveruleikinn var svo fjarri mér. Hvað sem „raunveruleiki“ þýðir“ (9). Á vissan hátt skrifar hann sögu Macabéu til að yfirstíga eigin takmörk og nálgast óræðan veruleika sinn með skrifunum. „Áður en þessi ritari skaut upp kollinum í lífi mínu, var ég maður og meira að segja nokkuð sáttur, þrátt fyrir lítilfjörlega velgengni mína í bókmenntum“ (9). Þessi vélritandi persóna ryðst svo að segja inn í tilveru hans og umturnar henni. Líkt og ástfanginn maður er hann frá sér numinn af vesælli stúlku sem hann sá eitt sinn bregða fyrir á götu úti. „Ég fann ekki upp á þessari stúlku. Hún þvingaði tilveru sinni upp á mig (21),“ segir hann og gerir tilraun til að firra sig ábyrgð á sköpunarverki sínu en viðrar um leið hugmyndir um skáldskap sem framsetningu á veruleikanum sem hvílir öðrum þræði á því að sjá í gegnum ásýnd hlutanna: „Stúlkan er sannleikur sem ég kærði mig ekki um að vita. Ég veit ekki hvern ég á að ásaka en ein- 18 Ástráður Eysteinsson, „Hefur maður ást á skáldskap? Vangaveltur um konuna í textanum“, 454. ARNÓR INGI HJARTARSON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Milli mála

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.