Milli mála - 2022, Page 130

Milli mála - 2022, Page 130
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 129 Snemma í frásögninni er líkt og hún sé borin á borð tiltekinna herramanna, sögumaður ávarpar þar söguþega og setur þá um leið í sviðsljósið ásamt sköpunarverki sínu. Hann spyr fyrir hönd sögu- þegans hvernig standi á því að hann viti allt það sem verða vill í sögunni, þar sem hann hefur ekki upplifað það sjálfur, og ber fyrir sig lífsreynslu og samkennd. „Ég veit líka ýmislegt því ég er lifandi. Allir sem lifa vita, meira að segja þótt þeir viti ekki að þeir viti. Svo að þið herramenn vitið meira en þið haldið og látið bara eins og þið vitið ekki neitt“ (4). Með öðrum orðum er konan, og frásögnin, lögð fyrir eins konar dómnefnd sem samanstendur eingöngu af herra- mönnum, sem markar henni stað og skilgreinir – ímynd sem er óþægi- lega kunnugleg úr sögu okkar sem og samtíma – og lesanda er um stund skipað á sama bekk. Kannski er sá bekkur jafnvel í bíósal, því myrka rými sem ein- kennist alfarið af áhorfi, en kvikmyndin gegnir stóru hlutverki í frásögn Lispector, ekki síst til þess að miðla augnaráðinu, sjónrænni sköpun, áhorfi og lestri. Í formála sem eignaður er raunhöfundinum34 segir til að mynda að þessi saga sé í Technicolor – vel þekktri tækni við framleiðslu kvikmynda í lit. Þannig er skáldsagan tengd beint við kvikmyndina,35 en þau tengsl koma einnig fram í afar sjónrænni framsetningu sem einkennist ekki aðeins af augnaráði, heldur ber keim af kvikmyndatöku, klippingu og leggur sérstaka áherslu á sýn og áhorf – á glápið. Stundum er sem sögumaður og lesandi sitji hlið við hlið í bíósal og fylgist með grunlausri sögupersónunni á tjaldinu. Macabéa sjálf hefur unun af kvikmyndum og þá helst söngleikj- 34 Svo það fari ekki á milli mála setur Clarice Lispector nafn sitt í sviga fyrir aftan formálann og tekur fram að það sé „í raun og veru“ hún sem er höfundur bókarinnar. Það er reyndar ekki í eina skiptið sem nafni Clarice Lispector bregður fyrir í hjátextum, en undirskrift hennar rennur í gegnum „undirtitlana“, sjá nmgr. 20. 35 Þess má til gamans geta að Stund stjörnunnar hefur verið aðlöguð að hvíta tjaldinu í samnefndri kvikmynd í leikstjórn Suzana Amaral, en þar er frásögnin af Macabéu sjálfri í forgrunni og ytri sagan af skapara hennar og sköpunarferlinu sett til hliðar. Kvikmyndagagnrýnandinn Pauline Kael fjallaði um kvikmyndina og virðist sjálf ekki meðvituð um þátt Rodrigos S.M. í bókinni sem myndin byggir á, í það minnsta minnist hún ekki á hann. En það er áhugavert hvernig Kael dregur fram samruna leikstjóra og sögupersónu: „Og að einhverju leyti vinnur Amaral innan úr húð viðfangs síns. Sagan tengist í margvíslegum þráðum lífi konu sem langaði í æsku að verða kvikmyndastjarna og hefur, eftir að hafa alið níu börn og skilið við eiginmann sinn til tuttugu ára, orðið að stjörnu í heimi kvikmynda [...]“ Í þessu fangar Kael (hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað) samband höfundar og sköpunarverks, sem liggur til grundvallar skáldsögu Lispector, og horfir um leið í gegnum innri höfund sögunnar og til raunhöfundarins, Clarice Lispector. Sjá Pauline Kael, Hooked, 270. ARNÓR INGI HJARTARSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.