Milli mála - 2022, Blaðsíða 158

Milli mála - 2022, Blaðsíða 158
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 157 Þessa tilhneigingu ættu margir íslenskir þýðendur að kannast við og sjálfur hef ég skrifað um það hve mjög jafngildisnálgunin getur þrengt svigrúm þýðandans til þess að koma sérkennum frumtextans til skila.42 Þýðandi þarf því að spyrja sig, og kannski bókmennta- samfélagið allt, hvort hann vilji búa til lesmál sem lítur út eins og það hafi verið frumsamið á íslensku eða hvort hann vilji að lesandinn finni vel fyrir því að um sé að ræða þýddan texta sem á rætur í öðrum menningarheimi. Meðal aðferða sem gjarnan er beitt í síðarnefnda tilvikinu er svokölluð útlenskunarþýðing eða framandgerandi þýðing (e. foreignization) en hún miðar að því að halda sem flestu eftir úr frumtexta, t.d. með því að þýða menningartengd atriði án útskýringa og jafnvel taka þau óþýdd inn í þýdda textann. Þýðing felur líka í sér að afstaða er tekin til efnisins, s.s. í gegnum túlkun, og gagnvart því getur þýðandi úr millimáli þurft að vera á varðbergi. Sérstaklega við- kvæmt getur í því samhengi verið þegar þýtt er efni frá löndum sem voru áður nýlendur enda spila valdahlutföll þar inn í, ekki síst þegar um er að ræða þýðingu yfir á mál fyrrverandi eða núverandi herra- þjóðar. Kann þá að koma fram tilhneiging til að skilgreina menningu hinnar undirskipuðu þjóðar sem óæðri. Enn fremur geta trúarleg atriði flækst inn í þýðingarferlið eins og við sáum þegar bók Salmans Rushdies, Satanic Verses, kom út og leiddi til þess að þýðendum var hótað og a.m.k. einn þeirra myrtur.43 Það segir sig því sjálft að miklu skiptir fyrir þýðanda úr millimáli að átta sig á því, ef þess er nokkur kostur, hvaða leið hefur verið farin af hálfu millimálsþýðandans og hvaða öfl orkuðu á hann. Í seinni tíð færist mjög í vöxt að enskar þýðingar á verkum frá minni málsvæðum séu notaðar sem millimálstextar. Og jafnvel þótt þýtt sé á önnur mál beint úr frummáli er enska þýðingin iðu- lega notuð sem mælikvarði á það hvort tiltekið verk sé þess virði að þýða það eins og Martin Ringmar hefur bent á. Hann veltir einnig fyrir sér hvort það muni færast í vöxt að þýða úr ensku vegna stöðu hennar á alþjóðavísu og að heimurinn verði í auknum mæli síaður í gegnum þá tungu.44 Enska er jú það mál sem mest er þýtt úr í heiminum, úr henni eru þýddar næstum sex sinnum fleiri bækur en 42 „Svigrúm þýðandans – með hliðsjón af þýðingum á verkum J. M Coetzee, 84–96. 43 Baker og Saldanha, Routledge Encyclopedia of Translation Studies, 138. 44 Ringmar, „“Roundabout Routes“: Some remarks on indirect translations“, 12. RÚNAR HELGI VIGNISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.