Milli mála - 2022, Page 164

Milli mála - 2022, Page 164
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 163 færsla sem sumum gæti þótt stappa nærri menningarlegum yfir- gangi. Við þekkjum kenningar um „ofbeldi“ tungumála og þýðinga úr skrifum þýðingafræðingsins Lawrences Venutis55 sem og úr eftir- lendufræðum, en frekari rannsókna er þó þörf til að komast til botns í þessu og þar með því hvort það menningarlega forræði sem fylgir gjarnan stóru málunum verði til þess að þýðendur og útgefendur þar á bæ taki sér meira ritstjórnarvald yfir textanum en almennt tíðkast. Venuti nefnir dæmi um slík vinnubrögð hjá bandarískum þýðanda Jorges Luis Borges, sá hafi gert afgerandi breytingar á spænska text- anum til þess að gera hann aðgengilegri fyrir bandaríska lesendur.56 Höfundar geta jú átt mikið undir því að vera þýddir á stóru málin, sérstaklega ensku, og það vita þýðendur þeirra og útgefendur. Þetta getur skapað vissan freistnivanda. Á hinn bóginn mætti líka líta á slíkar breytingar sem eðlilega viðleitni til að koma til móts við nýjan markhóp, að því gefnu reyndar að það sé gert í samráði við höfund- inn ef hann er á lífi. Það er ekki ólíklegt að freistingin geti verið enn meiri hjá sumum þegar höfundurinn er látinn og verk hans jafnvel komin úr rétti. Allt hefði þetta síðan áhrif á þriðja málið. Vel má vera að margir taki undir með Deboruh Smith þegar hún segir að það verði að fórna einu til að halda tryggð við annað. Í tilteknu bókmenntakerfi kann að vera ákveðin hefð fyrir því. Spurningin er hverju er fórnað og hvort það sé örugglega góð leið til þess að halda tryggð við „annað“; við vitum að stundum getur þurft að fara óvæntar leiðir til að ná jafngildi ef það er markmiðið. Við vitum líka að hér á árum áður var mun algengara að þýðendur færu frjálslega með. Það reyndi ég sjálfur þegar ég þýddi smásöguna „Rip Van Winkle“ eftir Washington Irving sem áður hafði verið þýdd fyrir Vikuna rúmri hálfri öld fyrr. Í eldri þýðingunni var iðu- lega farið svo langt frá frumtexta að í nútímaskilningi teldist miklu frekar vera um að ræða endursögn en þýðingu.57 Ekki kom fram hvort sagan hafði verið þýdd úr frummáli eða millimáli en vel get ég ímyndað mér að þýðandinn hafi ætlað sér að færa sniðið á henni nær þeim frásagnarstíl sem Íslendingar voru vanir á þeim tíma – til að halda tryggð við „annað“. Ef þýðingin var unnin upp úr millimáli 55 Venuti, „From ‚Translation as Cultural Politics: Regimes of Domestication in English’“, 546–547 og víðar. 56 The Scandals of Translation, 4–5. 57 Sjá grein mína og þýðingu í Milli mála 2021. RÚNAR HELGI VIGNISSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Milli mála

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.